Innlent

Stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa í sumar

Það stefnir í metfjölda ferðalanga til Íslands með skemmtiferðaskipum í sumar. Tekjur af þessum ferðalöngum eru vanmetnar, segir markaðsstjóri Akureyrarhafnar.

Ísland verður sífellt vinsælli viðkomustaður hjá þeim sem eiga nóg af peningum og sigla um öll heimsins höf. Flest skipin koma til Reykjavíkur en næstflest til Akureyrar. Munar um 15 skipakomum árlega höfuðborgarbúum í hag. Og það stefnir í metfjölda bæði skipa og ferðalanga í ár.

 

Tekjur af ferðafólki á skemmtiferðaskipum eru umtalsverðar en þó hafa margir bent á að og lítið framboð af vörum og þjónustu sé í boði fyrir þennan kúnnahóp.

 

En það eru ekki bara höfuðborgarbúar og Akureyringar sem berjast um hituna heldur verður sífellt algengara að miðlungsstór skemmtiferðaskip líti við víðar á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×