Erlent

Herskár hópur segist hafa drepið Johnston

Alan Johnston, fréttamaður BBC.
Alan Johnston, fréttamaður BBC. MYND/AP

Herskár palestínskur hópur sem nefnist Al Tawhid Al Jihad hefur gefið út yfirlýsingu um að hann hafi tekið Alan Johnston, fréttamann BBC á Gasa, af lífi. Johnston var numinn á brott á Gasa þann 12. mars en fyrr í vikunni bárust fregnir af því að hann væri á lífi.

Forsvarsmenn BBC segjast mjög áhyggjufullir í tilkynningu sem send var út í dag en að þeir hafi ekki fengið staðfestingu á fréttunum úr annarri átt. Bæði blaðamenn og ríkisstjórnir hafa krafist þess að Johnston yrði sleppt en við því hafa mannræningjarnir ekki orðið.

Fjölmörgum útlendingum hefur verið rænt á síðustu misserum á Gasa en engum hefur verið haldið jafnlengi og hinum 44 ára Johnston sem starfað hefur fyrir BBC í 16 ár, þar af síðustu þrjú á Gasa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×