Portsmouth náði jafntefli gegn Manchester Unied Aron Örn Þórarinsson skrifar 15. ágúst 2007 18:26 Paul Scholes sést hérna sekúndubrotum áður en boltinn hafnaði í marki Portsmouth. NordicPhotos/GettyImages Portsmouth náði jafntefli á heimavelli gegn Manchester United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United var einu marki yfir í hálfleik eftir að Paul Scholes skoraði fallegt mark á 15. mínútu. Benjamin Mwaruwari jafnaði leikinn fyrir Portsmouth á 53. mínútu. Cristiano Ronaldo og Sulley Muntari fengu rautt spjald í leiknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Englandsmeistararnir hafa ekki byrjað tímabilið vel en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum. Portsmouth er einnig með tvö stig eftir tvo leiki. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi.is. 94. mínúta - Leikurinn er búinn. 1-1 jafntefli er niðurstaðan. 90. mínúta - Rio Ferdinand á góðan skalla að marki Portsmouth. David James varði vel. Venjulegur leiktími er liðinn. Fjórum mínútum hefur verið bætt við. 88. mínúta - Skipting hjá United. Chris Eagles kemur inn á fyrir Wes Brown. 86. mínúta - Scholes á hættulegan skalla rétt yfir mark Portsmouth. 85. mínúta - Christiano Ronaldo er rekinn af velli. Allt lítur út fyrir að hann hafi skallað leikmann Portsmouth. Beint rautt. Vidic fékk einnig gult spjald. 83. mínúta. - Sulley Muntari rekinn af velli fyrir að fá sitt annað gula spjald fyrir brot á Carrick. 82. mínúta - Skipting hjá Manchester United. John O´Shea kemur inn á fyrir Ryan Giggs. 76. mínúta - David Nugent sleppur einn innfyrir en dettur um sjálfan sig. 72. mínúta - Ronaldo með gott skot úr teignum sem að James ver vel en nær ekki að halda boltanum. Tevez nær frákastinu en skýtur framhjá markinu. 68. mínúta - James ver glæsilega frá Giggs úr dauðafæri í horn. Eftir hornið klúðrar Vidic dauðafæri. 64. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Portsmouth. Noe Pamarot yfirgefur völlinn en Richard Hughes kemur inn á í hans stað. 62. mínúta - Benjamin Mwaruwari á mjög gott skot sem að Van Der Saar ver út í teig. Nugent náði frákastinu en varnarmaður komst í veg fyrir boltann áður en Nugent náði skoti. 60. mínúta - Van Der Saar ver vel frá John Utaka sem að skaut föstu skoti fyrir utan teig. 54. mínúta - David James ver vel aukaspyrnu frá Ronaldo. Muntari fékk gult spjald fyrir að brjóta á Ronaldo. Leikurinn er orðinn mjög fjörugur. 53. mínúta - 1-1. Benjamin Mwaruwari jafnar leikinn með fallegu skallamrki eftir sendingu frá Matthew Taylor. 52. mínúta - Carlos Tevez skýtur yfir úr þröngu færi inni í vítateig Portsmouth. 50. mínúta - Nani kemst í ákjósanlegt færi eftir góða sendingu frá Ronaldo en James varði vel í markinu. 46. mínúta - Tvöföld skipting hjá Portsmouth. Matthew Taylor og Djimi Traore koma inn á fyrir Pedro Mendez og Martin Cranie. 45. mínúta. Hálfleikur. Staðan er 1-0 fyrir Manchester United. Paul Scholes skoraði stórglæsilegt mark á 15. mínútu. Leikurinn hefur ekki verið mikið fyrir augað. 35. mínúta. David James ver gott skot frá Ronaldo fyrir utan teig. Tevez var nálægt því að skora úr frákastinu. 30. mínúta - Leikurinn hefur róast mjög eftir markið. Fátt er búið að gerast. Tevez hefur tvívegis sloppið í gegn en verið réttilega dæmdur rangstæður. 17. mínúta - Patrice Evra skýtur knettinum yfir mark Portsmouth í ágætu færi. 15. mínúta - 0-1. Paul Scholes skorar stórglæsilegt mark fyrir Manchester United. Carlos Tevez renndi boltanum til Scholes sem þrumaði boltanum í netið fyrir utan teig. Óverjandi fyrir David James. 5. mínúta - Nemanja Vidic bregst illa við þegar David Nugent ýtir í bakið á honum. Vidic gekk að Nugent og ýtti honum í jörðina. Báðir sluppu við spjald en fengu tiltal frá dómaranum. ----------------------------------------------------------------------------- B yrjunarlið Manchester United: Edwin Van Der Sar, Wes Brown, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Cristiano Ronaldo, Michael Carrick, Paul Scholes, Luis Nani, Ryan Giggs, Carlos Tevez. Varamenn Manchester United: Chris Eagles,Darren Fletcher, John O´Shea, Gerard Pique, Tomasz Kuszczak. Byrjunarlið Portsmouth: David James, Noe Pamarot, Hermann Hreiðarsson, Martin Craie, Sylvain Distin, John Utaka, Pedro Mendes, Sean Davis, Sulley Muntari, Benjamin Mwaruwari, David Nugent. Varamenn Portsmouth: Nwankwo Kanu, Richard Hughes, Matthew Taylor, Djimi Traore, Jamie Ashdown. Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Portsmouth náði jafntefli á heimavelli gegn Manchester United í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. United var einu marki yfir í hálfleik eftir að Paul Scholes skoraði fallegt mark á 15. mínútu. Benjamin Mwaruwari jafnaði leikinn fyrir Portsmouth á 53. mínútu. Cristiano Ronaldo og Sulley Muntari fengu rautt spjald í leiknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Englandsmeistararnir hafa ekki byrjað tímabilið vel en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum. Portsmouth er einnig með tvö stig eftir tvo leiki. Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi.is. 94. mínúta - Leikurinn er búinn. 1-1 jafntefli er niðurstaðan. 90. mínúta - Rio Ferdinand á góðan skalla að marki Portsmouth. David James varði vel. Venjulegur leiktími er liðinn. Fjórum mínútum hefur verið bætt við. 88. mínúta - Skipting hjá United. Chris Eagles kemur inn á fyrir Wes Brown. 86. mínúta - Scholes á hættulegan skalla rétt yfir mark Portsmouth. 85. mínúta - Christiano Ronaldo er rekinn af velli. Allt lítur út fyrir að hann hafi skallað leikmann Portsmouth. Beint rautt. Vidic fékk einnig gult spjald. 83. mínúta. - Sulley Muntari rekinn af velli fyrir að fá sitt annað gula spjald fyrir brot á Carrick. 82. mínúta - Skipting hjá Manchester United. John O´Shea kemur inn á fyrir Ryan Giggs. 76. mínúta - David Nugent sleppur einn innfyrir en dettur um sjálfan sig. 72. mínúta - Ronaldo með gott skot úr teignum sem að James ver vel en nær ekki að halda boltanum. Tevez nær frákastinu en skýtur framhjá markinu. 68. mínúta - James ver glæsilega frá Giggs úr dauðafæri í horn. Eftir hornið klúðrar Vidic dauðafæri. 64. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Portsmouth. Noe Pamarot yfirgefur völlinn en Richard Hughes kemur inn á í hans stað. 62. mínúta - Benjamin Mwaruwari á mjög gott skot sem að Van Der Saar ver út í teig. Nugent náði frákastinu en varnarmaður komst í veg fyrir boltann áður en Nugent náði skoti. 60. mínúta - Van Der Saar ver vel frá John Utaka sem að skaut föstu skoti fyrir utan teig. 54. mínúta - David James ver vel aukaspyrnu frá Ronaldo. Muntari fékk gult spjald fyrir að brjóta á Ronaldo. Leikurinn er orðinn mjög fjörugur. 53. mínúta - 1-1. Benjamin Mwaruwari jafnar leikinn með fallegu skallamrki eftir sendingu frá Matthew Taylor. 52. mínúta - Carlos Tevez skýtur yfir úr þröngu færi inni í vítateig Portsmouth. 50. mínúta - Nani kemst í ákjósanlegt færi eftir góða sendingu frá Ronaldo en James varði vel í markinu. 46. mínúta - Tvöföld skipting hjá Portsmouth. Matthew Taylor og Djimi Traore koma inn á fyrir Pedro Mendez og Martin Cranie. 45. mínúta. Hálfleikur. Staðan er 1-0 fyrir Manchester United. Paul Scholes skoraði stórglæsilegt mark á 15. mínútu. Leikurinn hefur ekki verið mikið fyrir augað. 35. mínúta. David James ver gott skot frá Ronaldo fyrir utan teig. Tevez var nálægt því að skora úr frákastinu. 30. mínúta - Leikurinn hefur róast mjög eftir markið. Fátt er búið að gerast. Tevez hefur tvívegis sloppið í gegn en verið réttilega dæmdur rangstæður. 17. mínúta - Patrice Evra skýtur knettinum yfir mark Portsmouth í ágætu færi. 15. mínúta - 0-1. Paul Scholes skorar stórglæsilegt mark fyrir Manchester United. Carlos Tevez renndi boltanum til Scholes sem þrumaði boltanum í netið fyrir utan teig. Óverjandi fyrir David James. 5. mínúta - Nemanja Vidic bregst illa við þegar David Nugent ýtir í bakið á honum. Vidic gekk að Nugent og ýtti honum í jörðina. Báðir sluppu við spjald en fengu tiltal frá dómaranum. ----------------------------------------------------------------------------- B yrjunarlið Manchester United: Edwin Van Der Sar, Wes Brown, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic, Patrice Evra, Cristiano Ronaldo, Michael Carrick, Paul Scholes, Luis Nani, Ryan Giggs, Carlos Tevez. Varamenn Manchester United: Chris Eagles,Darren Fletcher, John O´Shea, Gerard Pique, Tomasz Kuszczak. Byrjunarlið Portsmouth: David James, Noe Pamarot, Hermann Hreiðarsson, Martin Craie, Sylvain Distin, John Utaka, Pedro Mendes, Sean Davis, Sulley Muntari, Benjamin Mwaruwari, David Nugent. Varamenn Portsmouth: Nwankwo Kanu, Richard Hughes, Matthew Taylor, Djimi Traore, Jamie Ashdown.
Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira