Liverpool sigraði Toulouse 15. ágúst 2007 14:34 Steven Gerrrard fyrirliði Liverpool í baráttu við Mohamed Fofana leikmann Toulouse. Nú rétt í þessu lauk fyrri leik Toulouse og Liverpool í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 0-1 sigur Liverpool. Eina mark leiksins skorði Andriy Voronin með góðu skoti á 42.mínútu leiksins. 82. mínúta - Moussa Sissoko, nafni Momo Sissoko hjá Liverpool, kemur inn á hjá Toulouse. Pilturinn er 17 ára og eru Man Utd og Arsenal sagðir á höttunum eftir honum. Liverpool heldur leiknum í spennitreyju. Mestur tími fer í miðjumoð og allt stefnir í góðan 0-1 sigur fyrir Benitez og félaga. 78. mínúta - Markaskorarinn Voronin fer af velli. 20 milljón punda maðurinn Torres kemur inná í hans stað. 70. mínúta - Miðjumaðurinn Paolo Cesar fer út af fyrir sóknarmanninn Gignac. Toulouse reyna að þyngja sóknirnar en ná ekki að valda Liverpool nægilegum vandræðum. 66. mínúta - Mathieu á skot að marki Liverpool eftir hornspyrnu en það fer langt framhjá. 64. mínúta - Sissoko kemur inn á fyrir Gerrard sem fékk létt högg skömmu áður. Benitez tekur engar áhættur fyrir leikinn gegn Chelsea á sunnudaginn og kippir fyrirliðanum honum útaf. Carragher tekur við bandinu. 60. mínúta - Gerrard á skot með vinstri. Boltinn fer í varnarmann og afturfyrir. Dómarinn dæmir ekkert og Gerrard mótmælir. Skömmu áður fékk Elmander gult fyrir brot á Mascherano. 56. mínúta - Toulouse eru jafnt og þétt að auka sóknarþunga sinn án þess þó að skapa sér mörg teljandi marktækifæri. Liverpool virðast sáttir með sinn hlut. John Arne Riise kemur inn á fyrir Yossi Benayoun 50. mínúta - Mathieu leikur á Hyypia og kemst einn inn í teig. Sending á samherja er misheppnuð og Liverpool bjargar í horn. Hornið verður að engu. 45. mínúta - Dómari leiksins flautar seinni hálfleik á. Liðin eru óbreytt fyrir utan að Bergougnoux fór útaf fyrir Mansare hjá Toulouse. 45. mínúta - Dómari leiksins hefur flautað til hálfleiks. 42. mínúta - MARK! Voronin kemur Liverpool í 0-1 með hörkuskoti af 25 metra færi. Mínútu síðar á Emana hjólhestaspyrnu fyrir Toulouse en boltinn fór rétt framhjá 37. mínúta - Javier Mascherano kemst einn upp að endalínu en rétt missir boltann út af áður en hann nær fyrirgjöfinni. Leikurinn er frekar hægur enda heitt í Frakklandi. Það hentar Liverpool ágætlega á meðan staðan er 0-0 og heimaleikurinn eftir. 26. mínúta - Fyrrverandi þjálfari Liverpool, Gerard Houllier sem nú þjálfar Lyon er á vellinum í dag og fylgist með sínum gömlu lærisveinum. 19. mínúta - Svíinn Elmander á máttlaust skot að marki Liverpool rétt fyrir utan teig sem Reyna handsamar örugglega. Elmander þessi skoraði sigurmark Toulouse gegn Lyon um síðustu helgi. 15. mínúta - Liverpool leikur ekki með sína hefðbundnu Carlsberg auglýsingu á búningi sínum þar sem óheimilt er að auglýsa bjór á íþróttaleikjum í Frakklandi. 10. mínúta - Benayoun leikur á varnarmann Toulouse í vítateig en nær ekki skoti á markið. Töluvert jafnræði er á með liðunum enn sem komið er. Byrjunarlið Liverpool: Reyna, Finnan, Carragher, Hyypia, Aerbeloa, Benayoun, Gerrard, Mascherano, Babel, Voronin og Crouch. Varamenn: Kuyt, Torres, Sissoko, Alonso, Riise, Agger og Itjande. Byrjunarlið Toulouse: Douchez, Ebondo, Mathieu, Cetto, Fofona, Cesar, Sirieix, Emana, Dieuz, Elmander og Bergougnoux. Varamenn: Mansare, Sissoko, Gignac, Fabinho, Batlles, Jonsson og Riou. Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Nú rétt í þessu lauk fyrri leik Toulouse og Liverpool í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 0-1 sigur Liverpool. Eina mark leiksins skorði Andriy Voronin með góðu skoti á 42.mínútu leiksins. 82. mínúta - Moussa Sissoko, nafni Momo Sissoko hjá Liverpool, kemur inn á hjá Toulouse. Pilturinn er 17 ára og eru Man Utd og Arsenal sagðir á höttunum eftir honum. Liverpool heldur leiknum í spennitreyju. Mestur tími fer í miðjumoð og allt stefnir í góðan 0-1 sigur fyrir Benitez og félaga. 78. mínúta - Markaskorarinn Voronin fer af velli. 20 milljón punda maðurinn Torres kemur inná í hans stað. 70. mínúta - Miðjumaðurinn Paolo Cesar fer út af fyrir sóknarmanninn Gignac. Toulouse reyna að þyngja sóknirnar en ná ekki að valda Liverpool nægilegum vandræðum. 66. mínúta - Mathieu á skot að marki Liverpool eftir hornspyrnu en það fer langt framhjá. 64. mínúta - Sissoko kemur inn á fyrir Gerrard sem fékk létt högg skömmu áður. Benitez tekur engar áhættur fyrir leikinn gegn Chelsea á sunnudaginn og kippir fyrirliðanum honum útaf. Carragher tekur við bandinu. 60. mínúta - Gerrard á skot með vinstri. Boltinn fer í varnarmann og afturfyrir. Dómarinn dæmir ekkert og Gerrard mótmælir. Skömmu áður fékk Elmander gult fyrir brot á Mascherano. 56. mínúta - Toulouse eru jafnt og þétt að auka sóknarþunga sinn án þess þó að skapa sér mörg teljandi marktækifæri. Liverpool virðast sáttir með sinn hlut. John Arne Riise kemur inn á fyrir Yossi Benayoun 50. mínúta - Mathieu leikur á Hyypia og kemst einn inn í teig. Sending á samherja er misheppnuð og Liverpool bjargar í horn. Hornið verður að engu. 45. mínúta - Dómari leiksins flautar seinni hálfleik á. Liðin eru óbreytt fyrir utan að Bergougnoux fór útaf fyrir Mansare hjá Toulouse. 45. mínúta - Dómari leiksins hefur flautað til hálfleiks. 42. mínúta - MARK! Voronin kemur Liverpool í 0-1 með hörkuskoti af 25 metra færi. Mínútu síðar á Emana hjólhestaspyrnu fyrir Toulouse en boltinn fór rétt framhjá 37. mínúta - Javier Mascherano kemst einn upp að endalínu en rétt missir boltann út af áður en hann nær fyrirgjöfinni. Leikurinn er frekar hægur enda heitt í Frakklandi. Það hentar Liverpool ágætlega á meðan staðan er 0-0 og heimaleikurinn eftir. 26. mínúta - Fyrrverandi þjálfari Liverpool, Gerard Houllier sem nú þjálfar Lyon er á vellinum í dag og fylgist með sínum gömlu lærisveinum. 19. mínúta - Svíinn Elmander á máttlaust skot að marki Liverpool rétt fyrir utan teig sem Reyna handsamar örugglega. Elmander þessi skoraði sigurmark Toulouse gegn Lyon um síðustu helgi. 15. mínúta - Liverpool leikur ekki með sína hefðbundnu Carlsberg auglýsingu á búningi sínum þar sem óheimilt er að auglýsa bjór á íþróttaleikjum í Frakklandi. 10. mínúta - Benayoun leikur á varnarmann Toulouse í vítateig en nær ekki skoti á markið. Töluvert jafnræði er á með liðunum enn sem komið er. Byrjunarlið Liverpool: Reyna, Finnan, Carragher, Hyypia, Aerbeloa, Benayoun, Gerrard, Mascherano, Babel, Voronin og Crouch. Varamenn: Kuyt, Torres, Sissoko, Alonso, Riise, Agger og Itjande. Byrjunarlið Toulouse: Douchez, Ebondo, Mathieu, Cetto, Fofona, Cesar, Sirieix, Emana, Dieuz, Elmander og Bergougnoux. Varamenn: Mansare, Sissoko, Gignac, Fabinho, Batlles, Jonsson og Riou.
Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira