Enski boltinn

O´Neill ætlar ekki að reyna að fá Wright-Phillips

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að hann ætli sér ekki að reyna að fá Shaun Wright-Phillips til liðsins. O´Neill reyndi að klófesta hann í janúar frá Chelsea án árangurs og fjölmiðlar ytra hafa verið duglegir að bendla leikmanninn við Aston Villa í sumar.

„Ég vil ekki tala um hvaða leikmenn ég er að skoða. Orðrómurinn um að ég ætli að fá Wright-Phillips er ekki réttur," sagði O´Neill. „Eins og margir vita þá reyndi ég að fá hann í janúar en okkur var sagt að hann ætlaði að berjast fyrir sæti sínu í Chelsea."

O´Neill er ákveðinn í að bæta við leikmönnum í sumar en hann hefur aðeins keypt Marlon Harewood og Nigel Reo-Coker frá West Ham. „Við viljum styrkja hópinn því að við viljum ekki lenda í sömu vandræðum og í fyrra þegar við lentum í meiðslavandræðum og hópurinn var of lítill," bætti O´Neill við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×