Innlent

„Breiðavíkursamtökin björguðu lífi mínu“

Breiðavíkursamtökin björgðu lífi míni segir einn þeirra manna sem dvöldu í Breiðavík í æsku. Hann lýsir dvölinni sem helvíti á jörð. Heimasíða Breiðavíkursamtakanna var opnuð í dag en með henni vilja samtökin upplýsa fólk um það sem gerðist á Breiðavík, deila reynslu sinni og hjálpa þeim sem þar dvöldu.



Breiðavíkursamtökin voru stofnuð í apríl síðastliðnum skömmu eftir að mál drengjanna sem dvöldu í Breiðavík komust í hámæli. Á bilinu 20-40 menn sem þar dvöldu sem drengir, hafa hist í safnaðarheimili Laugarneskirkju í vetur og segja mikinn stuðning af hverjum öðrum.

Konráð Ragnarsson varaformaður samtakanna var ellefu ára þegar hann var sendur til Breiðavíkur og dvaldi þar í 19 mánuði. Hann segir markmið samtakanna og heimasíðunnar breiðavikursamtokin.is að upplýsa almenning um það sem raunverulega átti sér stað í Breiðavík. Konráð segir, ofbeldið og dvölina þar hafa gjörbreytt lífi sínu.



Guðmundur Bergmann Borgþórsson dvaldi í Breiðavík árið 1970 þrettán ára gamall og dvaldi þar í sjö mánuði. Guðmundur segir dvölina í Breiðavík hafa verið skelfilega og hann eigi enn erfitt með að tala um þann tíma.

Guðmundur segist hafa byrjað að drekka fjórtán ára gamall og segist hafa misnotað það í fjölmörg ár þar til hann hætti fyrir 18 árum. Þegar Breiðavíkurmálið komst í hámæli var öllum þeim sem þar dvöldu útveguð sálfræðiaðstoð. Guðmundur segir enn langt í land að ná fullum bata en segir samtökin hafa bjargað lífi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×