Fálkaorður fyrir fúlgur fjár 20. apríl 2007 10:45 Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skýrar reglur gilda um fálkaorðuna, og hana megi ekki selja. MYND/GVA Íslensk fálkaorða er á meðal muna sem orðu- og myntsalinn Najafgholi Chalabiani býður upp á eBay þessa dagana. Á heimasíðu fyrirtækisins Najaf Coins and Collectibles, sem Chalabiani rekur í Vancouver í Kanada, má finna ellefu íslenskar fálkaorður til viðbótar. „Það er ljóst mál að það má ekki selja fálkaorður," sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari um málið. „Það eru ákveðnar reglur um fálkaorðuna, og þær fela í sér að eftir að sá sem ber fálkaorðu er fallinn frá ber erfingjum að skila henni til embættissins. Hún á sem sagt ekki að fara úr höndum þess sem hana hlýtur nema til að koma til baka, það eru skýrar reglur," sagði Örnólfur. Hann segist áður hafa orðið var við að fálkaorður séu boðnar upp á eBay eða svipuðum netsíðum, en veit ekki til þess að það hafi verið gert í slíku magni. „En ég bendi á það að það er ekki fullvíst að um þarna sé um raunverulegar fálkaorður að ræða, þarna gætu verið eftirlíkingar á ferð," sagði Örnólfur. Ekki er hægt að skera úr um hvort fálkaorðurnar á heimasíðu Chalabiani séu raunverulegar, en í orðsendingu frá Najaf Coins and Collectibles segist hann ábyrgast að allir munir séu ósviknir. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Chalabiani kaupa orður um heim allan, annað hvort í verslunum eða á uppboðum, en gaf ekki upp hvaðan þær íslensku væru fengnar. Najafgholi Chalabiani selur tólf íslenskar fálkaorður á eBay og heimasíðu sinni. Hann sagðist þó finna fyrir nokkurri eftirspurn eftir íslenskum orðum. „Það eru ekki til það margar íslenskar orður, þetta er lítið land. En heimurinn er stór og það er alltaf hægt að finna einhvern áhugasaman," sagði Chalabiani, sem kvaðst ekki hafa selt margar íslenskar orður í gegnum tíðina. Sem upphafsboð á eBay setti Chalabiani tæplega 7500 bandaríkjadali, eða um 490.000 íslenskar krónur. Sú dýrasta á heimasíðu hans kostar ríflega 700.000 íslenskar krónur. „En við vitum ekki hvort þær fara fyrir þetta verð," sagði Chalabiani. upprunaskjal? Fálkaorðunni á eBay, þar sem lágmarks boð er 7.500 dalir, fylgir þetta skjal, sem virðist undirritað af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Orðunni á uppboðssíðunni eBay fylgir skjal sem virðist vera undirritað af Vigdísi Finnbogadóttur, þó að erfiðara sé að átta sig á á hvern skjalið er stílað og hvenær það var afhent. Ekki er heldur hægt að skera úr um hvaðan orðan er komin. „Fálkaorður er ekki númeraðar og því er ógerningur að rekja þær," sagði Örnólfur. Fjöldi þeirra sem þegið hafa fálkaorðu á lýðveldistíma liggur ekki fyrir, en unnið er að lokafrágangi heildarskrár yfir þá. Verður skráin aðgengileg innnan skamms á heimasíðu embættisins. Í dag veitir Forseti Íslands um tíu til fjórtán orður tvisvar sinnum á ári. Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Íslensk fálkaorða er á meðal muna sem orðu- og myntsalinn Najafgholi Chalabiani býður upp á eBay þessa dagana. Á heimasíðu fyrirtækisins Najaf Coins and Collectibles, sem Chalabiani rekur í Vancouver í Kanada, má finna ellefu íslenskar fálkaorður til viðbótar. „Það er ljóst mál að það má ekki selja fálkaorður," sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari um málið. „Það eru ákveðnar reglur um fálkaorðuna, og þær fela í sér að eftir að sá sem ber fálkaorðu er fallinn frá ber erfingjum að skila henni til embættissins. Hún á sem sagt ekki að fara úr höndum þess sem hana hlýtur nema til að koma til baka, það eru skýrar reglur," sagði Örnólfur. Hann segist áður hafa orðið var við að fálkaorður séu boðnar upp á eBay eða svipuðum netsíðum, en veit ekki til þess að það hafi verið gert í slíku magni. „En ég bendi á það að það er ekki fullvíst að um þarna sé um raunverulegar fálkaorður að ræða, þarna gætu verið eftirlíkingar á ferð," sagði Örnólfur. Ekki er hægt að skera úr um hvort fálkaorðurnar á heimasíðu Chalabiani séu raunverulegar, en í orðsendingu frá Najaf Coins and Collectibles segist hann ábyrgast að allir munir séu ósviknir. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Chalabiani kaupa orður um heim allan, annað hvort í verslunum eða á uppboðum, en gaf ekki upp hvaðan þær íslensku væru fengnar. Najafgholi Chalabiani selur tólf íslenskar fálkaorður á eBay og heimasíðu sinni. Hann sagðist þó finna fyrir nokkurri eftirspurn eftir íslenskum orðum. „Það eru ekki til það margar íslenskar orður, þetta er lítið land. En heimurinn er stór og það er alltaf hægt að finna einhvern áhugasaman," sagði Chalabiani, sem kvaðst ekki hafa selt margar íslenskar orður í gegnum tíðina. Sem upphafsboð á eBay setti Chalabiani tæplega 7500 bandaríkjadali, eða um 490.000 íslenskar krónur. Sú dýrasta á heimasíðu hans kostar ríflega 700.000 íslenskar krónur. „En við vitum ekki hvort þær fara fyrir þetta verð," sagði Chalabiani. upprunaskjal? Fálkaorðunni á eBay, þar sem lágmarks boð er 7.500 dalir, fylgir þetta skjal, sem virðist undirritað af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Orðunni á uppboðssíðunni eBay fylgir skjal sem virðist vera undirritað af Vigdísi Finnbogadóttur, þó að erfiðara sé að átta sig á á hvern skjalið er stílað og hvenær það var afhent. Ekki er heldur hægt að skera úr um hvaðan orðan er komin. „Fálkaorður er ekki númeraðar og því er ógerningur að rekja þær," sagði Örnólfur. Fjöldi þeirra sem þegið hafa fálkaorðu á lýðveldistíma liggur ekki fyrir, en unnið er að lokafrágangi heildarskrár yfir þá. Verður skráin aðgengileg innnan skamms á heimasíðu embættisins. Í dag veitir Forseti Íslands um tíu til fjórtán orður tvisvar sinnum á ári.
Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira