Everton sigraði Tottenham á White Hart Lane Aron Örn Þórarinsson skrifar 14. ágúst 2007 18:54 Alan Stubbs, Mikel Arteta og Yoseph Yobo fagna hér marki þess fyrstnefnda í kvöld. NordicPhotos/GettyImages Everton sigraði Tottenham í kvöld í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Everton átti sigurinn skilið en aðeins Paul Robinson kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Þar með er lið Tottenham búið að tapa báðum leikjum sínum í úrvalsdeildinni en Everton búið að vinna báða. Joleon Lescott, Leon Osman og Alan Stubbs skoruðu fyrir Everton en Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. Leikurinn hófst klukkan 19:00 og var í beinni textalýsingu hér á Vísi.is. Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Everton í kvöld. 92. mínúta - Paul Robinson ver glæsilega frá Andy Johnson. Johnson fékk gott færi í miðjum teig og skaut í vinstra hornið en Robinson var eins og köttur í markinu og varði vel. Stuttu seinna er leikurinn flautaður af. 87. mínúta - Phil Neville á gott skot fyrir utan teig en boltinn fór framhjá marki Tottenham. Skömmu áður hafði Paul Robinson varið vel frá Andy Johnson sem var í góðu færi. 80. mínúta - Skipting hjá Everton. Phil Jagielka kemur inn á fyrir Victor Anichebe. 78. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Defoe sem var í ákjósanlegu færi. 74. mínúta - Paul Robinson ver vel frá Andy Johnson sem var í fínu færi á vítateigslínunni. 67. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Tottenham. Wayne Routledge kemur inn á í stað Paul Stalteri. Leikurinn er búinn að róast síðustu mínútur. 62. mínúta - Önnur skipting hjá Tottenham. Jermain Defoe kemur inn á í stað Darren Bent. Skömmu áður skaut Robbie Keane framhjá úr aukaspyrnu á hættulegum stað. 58. mínúta - Jermaine Jenas fær gult spjald fyrir að brjóta á Mikel Arteta 48. mínúta - Dimitar Berbatov á góðan skalla sem hafnar í stönginni á marki Everton. Skömmu síðar á Mikel Arteta gott skot sem rúllaði rétt fram hjá marki Tottenham. Seinni hálfleikur byrjar mjög fjöruglega. 46. mínúta - Robbie Keane á gott skot fyrir utan teig strax í byrjun seinni hálfleiks en Tim Howard varði vel í marki Everton. Flautað hefur verið til leikhlés. Staðan er 3-1 fyrir Everton. Alan Stubbs, Leon Osman og Joleon Lescott eru búnir að skora fyrir Everton. Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. 46. mínúta - 1-3 Alan Stubbs skorar úr aukaspyrnu af löngu færi. Boltinn hafði viðkomu í Didier Zokora áður en hann hafnaði í netinu. 37. mínúta - 1-2 Leon Osman skorar með skoti úr miðjum teig eftir mikla baráttu í teignum. 26. mínúta - 1-1 Ricardo Gardner jafnar leikinn með skalla eftir hornspyrnu frá Jenas. 23. mínúta - Berbatov skýtur boltanum yfir markið úr góðu færi eftir fallegan undirbúning Robbie Keane. 18. mínúta - Skipting hjá Tottenham. Younes Kaboul kemur af velli fyrir Ricardo Rocha. Kaboul haltraði af velli. 12. mínúta - Steed Malbranqe fær gult spjald fyrir brot. 10. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Darren Bent sem var kominn í gott færi eftir stungusendingu. Litlu munaði að Berbatov næði að skora úr frákastinu eftir misskilning í vörn Everton. 7. mínúta - Berbatov skorar mark fyrir Tottenham sem er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. 3. mínúta - 0-1 Joleon Lescott skorar með skalla eftir aukaspyrnu frá Mikel Arteta. ----------------------------------------------------------------------------- Byrjunarlið Tottenham: Paul Robinson, Pascal Chimbonda, Younes Kaboul, Anthony Gardner, Paul Stalteri, Didier Zokora, Jermaine Jenas, Steed Malbranque, Robbie Keane, Darren Bent, Dimitar Berbatov. Varamenn Tottenham: Jemaine Defoe, Tom Huddlestone, Wayne Routledge, Ricardo Rocha, Radek Cerny. Byrjunarlið Everton: Tim Howard, Tony Hibbert, Joseph Yobo, Alan Stubbs, Joleon Lescott, Phil Neville, Leon Osman, Lee Carsley, Mikel Arteta, Andy Johnson, Victor Anichebe. Varamenn Everton: James McFadden, Steven Pienaar, Phil Jagielka, Nuno Valente, John Ruddy. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn2. Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Everton sigraði Tottenham í kvöld í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Everton átti sigurinn skilið en aðeins Paul Robinson kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Þar með er lið Tottenham búið að tapa báðum leikjum sínum í úrvalsdeildinni en Everton búið að vinna báða. Joleon Lescott, Leon Osman og Alan Stubbs skoruðu fyrir Everton en Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. Leikurinn hófst klukkan 19:00 og var í beinni textalýsingu hér á Vísi.is. Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Everton í kvöld. 92. mínúta - Paul Robinson ver glæsilega frá Andy Johnson. Johnson fékk gott færi í miðjum teig og skaut í vinstra hornið en Robinson var eins og köttur í markinu og varði vel. Stuttu seinna er leikurinn flautaður af. 87. mínúta - Phil Neville á gott skot fyrir utan teig en boltinn fór framhjá marki Tottenham. Skömmu áður hafði Paul Robinson varið vel frá Andy Johnson sem var í góðu færi. 80. mínúta - Skipting hjá Everton. Phil Jagielka kemur inn á fyrir Victor Anichebe. 78. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Defoe sem var í ákjósanlegu færi. 74. mínúta - Paul Robinson ver vel frá Andy Johnson sem var í fínu færi á vítateigslínunni. 67. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Tottenham. Wayne Routledge kemur inn á í stað Paul Stalteri. Leikurinn er búinn að róast síðustu mínútur. 62. mínúta - Önnur skipting hjá Tottenham. Jermain Defoe kemur inn á í stað Darren Bent. Skömmu áður skaut Robbie Keane framhjá úr aukaspyrnu á hættulegum stað. 58. mínúta - Jermaine Jenas fær gult spjald fyrir að brjóta á Mikel Arteta 48. mínúta - Dimitar Berbatov á góðan skalla sem hafnar í stönginni á marki Everton. Skömmu síðar á Mikel Arteta gott skot sem rúllaði rétt fram hjá marki Tottenham. Seinni hálfleikur byrjar mjög fjöruglega. 46. mínúta - Robbie Keane á gott skot fyrir utan teig strax í byrjun seinni hálfleiks en Tim Howard varði vel í marki Everton. Flautað hefur verið til leikhlés. Staðan er 3-1 fyrir Everton. Alan Stubbs, Leon Osman og Joleon Lescott eru búnir að skora fyrir Everton. Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. 46. mínúta - 1-3 Alan Stubbs skorar úr aukaspyrnu af löngu færi. Boltinn hafði viðkomu í Didier Zokora áður en hann hafnaði í netinu. 37. mínúta - 1-2 Leon Osman skorar með skoti úr miðjum teig eftir mikla baráttu í teignum. 26. mínúta - 1-1 Ricardo Gardner jafnar leikinn með skalla eftir hornspyrnu frá Jenas. 23. mínúta - Berbatov skýtur boltanum yfir markið úr góðu færi eftir fallegan undirbúning Robbie Keane. 18. mínúta - Skipting hjá Tottenham. Younes Kaboul kemur af velli fyrir Ricardo Rocha. Kaboul haltraði af velli. 12. mínúta - Steed Malbranqe fær gult spjald fyrir brot. 10. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Darren Bent sem var kominn í gott færi eftir stungusendingu. Litlu munaði að Berbatov næði að skora úr frákastinu eftir misskilning í vörn Everton. 7. mínúta - Berbatov skorar mark fyrir Tottenham sem er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. 3. mínúta - 0-1 Joleon Lescott skorar með skalla eftir aukaspyrnu frá Mikel Arteta. ----------------------------------------------------------------------------- Byrjunarlið Tottenham: Paul Robinson, Pascal Chimbonda, Younes Kaboul, Anthony Gardner, Paul Stalteri, Didier Zokora, Jermaine Jenas, Steed Malbranque, Robbie Keane, Darren Bent, Dimitar Berbatov. Varamenn Tottenham: Jemaine Defoe, Tom Huddlestone, Wayne Routledge, Ricardo Rocha, Radek Cerny. Byrjunarlið Everton: Tim Howard, Tony Hibbert, Joseph Yobo, Alan Stubbs, Joleon Lescott, Phil Neville, Leon Osman, Lee Carsley, Mikel Arteta, Andy Johnson, Victor Anichebe. Varamenn Everton: James McFadden, Steven Pienaar, Phil Jagielka, Nuno Valente, John Ruddy. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn2.
Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira