Innlent

Opinber gjöld lækkuð á Nesinu en fráveitugjald tekið upp

MYND/GVA

Meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi samþykkti á fundi sínum í gær að lækka opinber gjöld í sveitarfélaginu en taka jafnframt upp fráveitugjald sem ekki hefur verið innheimt til þessa.

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði útsvar og vatnsskattur verða lækkuð og nemur lækkunin meiru en upptöku fráveitugjalds, segir í tilkynningu frá bæjarstjóra. Jafnframt að eftir lækkunina verði opinber gjöld til bæjarsjóðs Seltjarnarness þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×