Hótar að leita til dómstóla ef gögn fást ekki frá Kompási 24. janúar 2007 18:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hótar að leita til dómstóla ef forsvarsmenn fréttaskýringaþáttarins Kompáss láta henni ekki í té upplýsingar sem snúa að tveimur þáttum þar sem tálbeita var notuð til að sýna fram á aðgengi barnaníðinga að ungum fórnarlömbum. Ritstjórn Kompáss skoðar nú beiðni lögreglunnar. Eins og fram hefur komið fréttum var Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, gripinn á dögunum þegar hann reyndi að hitta þrettán ára stúlku í kynferðislegum tilgangi sem reyndist vera tálbeita fréttaskýringaþáttarins Kompáss. Ágúst hefur verið færður á Litla-Hraun og rannsakar lögregla nú mál hans. Þáttargerðarmenn Kompáss hafa þegar sýnt lögreglu upptöku af því þegar Ágúst reyndi að hitta stúlkuna og þá sögðust þeir hafa undir höndum upptökur af fjórum til fimm einstaklingum í viðbót sem einnig hefðu bitið á agnið. Sýnt verður frá því í næsta þætti Kompáss á sunnudaginn kemur. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar vegna umfjöllunar Kompáss að hún telji að almannahagsmunir krefjist þess að upplýsingar þáttarins verði skoðaðar nánar og hefur óskað eftir því að fá þær í hendur. Ritstjórn Kompáss skoðar nú með fréttastjóra og lögmanni fréttastofu Stöðvar 2 hvort láta eigi upplýsingarnar af hendi en beiðni lögreglunnar barst fréttastofu í dag. Almenn regla fréttastofunnar sé að afhenda ekki vinnugögn. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sem ritar undir greinargerð lögreglu, segir hins vegar að atbeina dómstóla verði leitað ef ekki verið orðið við kröfum lögreglunnar. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hótar að leita til dómstóla ef forsvarsmenn fréttaskýringaþáttarins Kompáss láta henni ekki í té upplýsingar sem snúa að tveimur þáttum þar sem tálbeita var notuð til að sýna fram á aðgengi barnaníðinga að ungum fórnarlömbum. Ritstjórn Kompáss skoðar nú beiðni lögreglunnar. Eins og fram hefur komið fréttum var Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, gripinn á dögunum þegar hann reyndi að hitta þrettán ára stúlku í kynferðislegum tilgangi sem reyndist vera tálbeita fréttaskýringaþáttarins Kompáss. Ágúst hefur verið færður á Litla-Hraun og rannsakar lögregla nú mál hans. Þáttargerðarmenn Kompáss hafa þegar sýnt lögreglu upptöku af því þegar Ágúst reyndi að hitta stúlkuna og þá sögðust þeir hafa undir höndum upptökur af fjórum til fimm einstaklingum í viðbót sem einnig hefðu bitið á agnið. Sýnt verður frá því í næsta þætti Kompáss á sunnudaginn kemur. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar vegna umfjöllunar Kompáss að hún telji að almannahagsmunir krefjist þess að upplýsingar þáttarins verði skoðaðar nánar og hefur óskað eftir því að fá þær í hendur. Ritstjórn Kompáss skoðar nú með fréttastjóra og lögmanni fréttastofu Stöðvar 2 hvort láta eigi upplýsingarnar af hendi en beiðni lögreglunnar barst fréttastofu í dag. Almenn regla fréttastofunnar sé að afhenda ekki vinnugögn. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sem ritar undir greinargerð lögreglu, segir hins vegar að atbeina dómstóla verði leitað ef ekki verið orðið við kröfum lögreglunnar.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira