Enski boltinn

Lampard meiddist á æfingu

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Frank Lampard verður ekki með Chelsea á sunnudaginn.
Frank Lampard verður ekki með Chelsea á sunnudaginn. NordicPhotos/GettyImages

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, meiddist á æfingu í dag og talið er að hann rifið lærvöðva. Lampard þurfti að yfirgefa æfinguna þegar stutt var eftir og var sendur á sjúkrahús þar sem skoðað er hversu alvarleg meiðslin eru.

Nánast er öruggt að Lampard muni missa af leik Chelsea gegn Aston Villa á sunnudaginn og vafamál er hvort að hann verði búinn að jafna sig fyrir leiki enska landsliðsins gegn Ísrael og Rússlandi sem fara fram 8. og 12. september.

Meiðslin setja Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, í slæma stöðu þar sem ljóst er að David Beckham verður ekki með í leikjunum og Steven Gerrard er tæpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×