Innlent

Enn þúsundir rúmmetra af drullu eftir flóð í desember

Þúsundir rúmmetra af drullu liggja enn á landareign hjónanna í Grænuhlíð í Eyjafirði eftir skriðuföllin í desember. Þau gætu sjálf þurft að borga milljónakostnað við að hreinsa jörðina.

Skömmu fyrir jól féllu margar skriður á Grænuhlíð sem stendur undir brattri fjallshlíð um 35 kílómetra frá Akureyri frammi í Eyjafirði. Gríðarlegt magn af aur féll þá niður í byggð og hlífði engu. Skriðurnar tóku líf nautgripa, eyðilögðu fjós og skullu á einbýlishúsinu með þeim afleiðingum að þar hálffylltust sumar vistarverur. Mildi var að heimilisfólkið skyldi sleppa óskaddað.

 

Hjónin hafa ekki búið í Grænuhlíð síðan ósköpin dundu yfir og ein skýring þess er sú að það er varla bygglegt á jörðinni vegna drullunnar sem liggur yfir öllu. Þau hafa átt í glímu við kerfið um til dæmis hver ber kostnaðinn af hreinsun svæðisins og eru ekki sátt við þau svör sem þau hafa fengið. Magnið af aurnum er hreint gríðarlegt, enda þykktin á drullunni allt að tveir metrar. Hreinsunarstarf gæti kostað tugi milljóna að sögn bóndans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×