Enski boltinn

Okocha óvænt á leið til Hull

Elvar Geir Magnússon skrifar
Okocha í baráttunni með Bolton.
Okocha í baráttunni með Bolton.

Enska 1. deildarliðið Hull City mun á morgun kynna Jay-Jay Okocha sem nýjan leikmann liðsins. Okocha er 34 ára og er fyrrum nígerískur landsliðsmaður. Hann var fjögur ár hjá Bolton Wanderes þar sem hann fór á kostum og sýndi stórskemmtileg tilþrif.

Okocha var meðal áhorfenda þegar Hull tapaði í kvöld 2-1 fyrir Blackpool í ensku 1. deildinni. Phil Brown, knattspyrnustjóri Hull, sagði í viðtali að Okocha væri einmitt leikmaðurinn sem félagið þyrfti. Hann myndi gefa þeim nýja vídd á miðjunni.

Síðan hann var leystur undan samningi við Bolton hefur Okocha verið að spila í Katar. Hann á yfir 70 landsleiki að baki fyrir Nígeríu og hefur leikið á þremur heimsmeistaramótum.

Hull er með fjögur stig eftir fjóra leiki í 1. deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×