Enski boltinn

Enn talsvert í Ballack

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Ballack fagnar ásamt nafna sínum Essien.
Michael Ballack fagnar ásamt nafna sínum Essien.

Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þessi 31. árs leikmaður er enn að jafna sig eftir aðgerð og er reiknað með því að hann snúi ekki aftur fyrr en í október.

Ballack meiddist á ökkla og þurfti að gangast undir aðgerð í sumar sem hann hefur enn ekki jafnað sig á.

Chelsea er í riðli með Valencia, Schalke og Rosenborg í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×