Enski boltinn

Jaaskeilainen til Arsenal?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jussi Jaaskeilainen.
Jussi Jaaskeilainen.

Talið er að Arsenal hyggist kaupa finnska landsliðsmarkvörðinn Jussi Jaaskeilainen þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar. Jaaskeilainen hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Bolton.

Jens Lehmann, núverandi aðalmarkvörður Arsenal, vildi í sumar snúa aftur heim til Þýskalands en Arsene Wenger tókst ekki að finna nýjan markvörð í hans stað.

Lehmann hefur verið mjög óöruggur í upphafi leiktíðar og talið er að Wenger vilji fá Jaaskeilainen frá Bolton til að taka við hönskunum á Emirates vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×