Enski boltinn

Var of vinalegur við José Mourinho

Rafael Benitez og Pako Ayesteran eru hættir að vinna saman eftir ellefu ára samstarf.nordic
Rafael Benitez og Pako Ayesteran eru hættir að vinna saman eftir ellefu ára samstarf.nordic Getty

Það hefur vakið talsverða athygli að Pako Ayesteran hefur yfirgefið herbúðir Liverpool en hann hefur verið hægri hönd stjórans, Rafa Benitez, síðustu ellefu ár.

Margt hefur verið ritað um ástæður þess að hann fór frá Liverpool og slúðurblaðið News of the World heldur því fram að samband þeirra hafi versnað mikið síðustu mánuði og síðasta stráið hafi verið þegar Ayesteran hafi verið fullvinalegur við José Mourinho, stjóra Chelsea, eftir umdeildan jafnteflisleik liðanna fyrr á tímabilinu.

Benitez ku hafa orðið brjálaður þegar hann sá aðstoðarmann sinn faðma og grínast við Mourinho skömmu eftir leikslok en Mourinho er ekki ofarlega á jólakortalista spænska stjórans.

Fyrst slettist upp á vinskap þeirra félaga í sumar þegar Ayesteran fór í atvinnuviðtal hjá Athletic Bilbao án þess að láta Liverpool vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×