Enski boltinn

Með leiðinlegar æfingar

Ekki að skafa utan af hlutunum.
Ekki að skafa utan af hlutunum. Getty

Franski framherjinn Fredi Kanoute er ekki mikill aðdáandi Martins Jol, stjóra Spurs, en Kanoute segir leiðinlegar æfingar stjórans hafa verið mikið vandamál þegar hann lék með Tottenham.

Kanoute hefur blómstrað á Spáni síðan hann gekk í raðir Sevilla og segir stóran mun á Jol og Juande Ramos, þjálfara Sevilla, sem er einmitt sterklega orðaður við Tottenham.

„Báðir þjálfararnir eru alvarlegar týpur en Ramos er nær sínum leikmönnum. Það er hægt að tala við hann án vand­kvæða en Jol er flóknari persónu­leiki. Ég hef mætt á margar æfingar hjá Jol þar sem hann gerði lítið annað en að öskra en ég tel hann hafa gert það til að sýna að hann sé stjórinn. Ramos er skemmtilegri stjóri og mér líkar lífið á æfingum hjá honum en það var oft hund­leiðinlegt á æfingum hjá Tottenham,“ sagði Kanoute.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×