Enski boltinn

Man. Utd er ekki til sölu segja Glazer-feðgar

Glazer-fjölskyldan ætlar að halda áfram að stýra Manchester United og segir félagið ekki vera til sölu.
Glazer-fjölskyldan ætlar að halda áfram að stýra Manchester United og segir félagið ekki vera til sölu. Getty

Glazer-fjölskyldan, sem á Manchester United, segir ekkert hæft í þeim orðrómi að til standi að selja félagið fjárfestum í Dubai og Kína.

„Manchester United er ekki til sölu. Glazer-fjölskyldan á ekki í neinum viðræðum um sölu á félaginu og er heldur ekki að leita eftir viðræðum,“ sagði talsmaður Glazer-fjölskyldunnar.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum hafði hópur fjárfesta frá Kína samband við Glazer-fjölskylduna fyrir nokkrum mánuðum til að athuga hvort möguleiki væri á að fjölskyldan myndi vilja selja. Talið var að Malcolm Glazer vildi selja þar sem hagnaður félagsins hefði ekki staðið undir væntingum.

Glazer-fjölskyldan greiddi 790 milljónir punda fyrir United fyrir rúmum tveimur árum en stuðnings­menn United mótmæltu sölunni mjög harkalega og vildu ekki sjá Bandaríkjamennina á Old Trafford. Nokkurt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og Glazer-fjölskyldan hefur unnið fjölda stuðningsmanna aftur á sitt band þar sem hún hefur eytt meiru í leikmannakaup en búist var við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×