Enski boltinn

Nálægt því að fá Eið Smára

Mjög eftirsóttur.
Mjög eftirsóttur.

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, sagði við breska fjölmiðla í dag að hann hefði verið nálægt því að fá Eið Smára Guðjohnsen til félagsins áður en félagaskipta­glugginn lokaðist á miðnætti síðasta föstudag.

„Við vorum að vinna í samningum en þá meiddist Eiður þannig að ekki var hægt að ganga frá málinu,“ sagði Redknapp, sem útilokaði ekki að reyna aftur að fá Eið í janúar þegar félagaskipta­glugginn opnast á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×