Góðir sigrar Íslendingaliðanna í gær 19. ágúst 2007 00:01 Craig Bellamy sést hér fiska vítið sem Mark Noble skoraði úr sigurmark West Ham. Vítið var umdeilt og Steve Bruce, stjóri Birmingham, talaði um að reynslumikill leikmaður hafi þarna fiskað víti á óreyndan markvörð hans. NordicPhotos/AFP Íslendingaliðin West Ham, Reading og Portsmouth fögnuðu öll fyrsta sigri sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur, Reding og Portsmouth unnu bæði á heimavelli en West Ham tók þrjú stig með sér frá Birmingham. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem skaut Everton niður af toppnum með 1-0 sigri. Stephen Hunt skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. „Ég hef borið mikla virðingu fyrir mínum liði í langan tíma og einu sinni sem oftar þá unnu þeir sér hana inn í bílförmum. Þetta voru þrjú mikilvæg stig eftir erfiðustu byrjun liðs á mínum stjóraferli," sagði Steve Coppell, stjóri Reading eftir leikinn. SammyLee, stjóri Bolton, átti bágt með sig eftir þriðja tap liðsins í þremur fyrstu leikjum tímabilsins.NordicPhotos/getty Mark Noble skoraði sigurmark West Ham úr vítaspyrnu í 1-0 útisigri á Birmingham en það var Craig Bellamy sem fiskaði vítið 20 mínútum fyrir leikslok og sá til þess að Eggert Magnússon og félagar gátu fagnað fyrstu stigum tímabilsins. "Við vorum góðir í seinni hálfleik og hvað vítið varðar þá er þetta þannig staða að stundum fær maður víti og stundum ekki," sagði Alan Curbishley sem kvartaði yfir því að vera skotspónn enskra fjölmiðla þessa daganna og sagði ekkert vandamál vera á milli sín og Bellamy þrátt fyrir fréttir um annað. Wigan er á toppnum eftir að hafa skellt lærisveinum Roy Keane í Sunderland 3-0. Þetta var fyrsta tap Keane sem stjóra í úrvalsdeildinni. „Það var mjög slæmt að missa fyrirliðann okkar í meiðsli fyrir leikinn. Maður reynir að taka með sér jákvæða hluti úr hverjum leik, ég veit ekki hvort þið hafið fundið eitthvað jákvætt hjá okkur í dag því ég á enn eftir að koma auga á það," sagði Keane eftir leikinn. Það gengur ekkert hjá Bolton og liðið tapað þriðja leiknum í röð þegar Heiðar Helguson heimsótti Hermann Hreiðarsson og félaga hjá Portsmouth. Bolton komst í 1-0 annan leikinn í röð en Portsmouth svaraði með tveimur laglegum mörkum það fyrra kom eftir góða varnarvinnu Hermanns sem var í byrjunarliðinu. Heiðar kom inn á sem varamaður í lokin. „Ég er ekki rólegur því það er ekki auðvelt að tapa fyrstu þremur leikjum tímabilsins en það jákvæða er að ég sér framfarir hjá liðinu," sagði Sammy Lee, stjóri Bolton eftir leikinn. Hann fékk stuðning frá Harry Redknapp, stjóra Portsmouth. „Sammy er í mjög erfiðu starfi að taka við af stóra Sam sem vann frábært starf. Litli Sam mun gera það gott um leið og hann nær í fyrstu stigin," sagði Redknapp. Tottenham hristi af sér slyðruorðið svo um munaði með 4-0 sigri á Derby þar sem þrjú markanna komu á fyrsta korteri leiksins, Spurs-liðið hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en nú var ekkert annað en sigur á dagskránni. „Þetta er mikill léttir fyrir alla. Það var hrikalegt að fá ekkert út úr tveimur fyrstu leikjum en mínir menn sýndu að þeir vildu standa sig vel fyrir stuðningsmennina okkar," sagði Martin Jol, stjóri Spurs. Það gekk ekkert upp hjá Fulham í 1-2 tapi fyrir Middlesbrough. Brian McBride fór úr hnélið þegar hann kom liðinu í 1-0, markvörðurinn Tony Warner gaf mark annan leikinn í röð, Hameur Bouazza fór úr axlarlið og þeir fengu síðan ekki jöfnunarmarkið dæmt gilt þótt að boltinn færi yfir línuna. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Íslendingaliðin West Ham, Reading og Portsmouth fögnuðu öll fyrsta sigri sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur, Reding og Portsmouth unnu bæði á heimavelli en West Ham tók þrjú stig með sér frá Birmingham. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem skaut Everton niður af toppnum með 1-0 sigri. Stephen Hunt skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. „Ég hef borið mikla virðingu fyrir mínum liði í langan tíma og einu sinni sem oftar þá unnu þeir sér hana inn í bílförmum. Þetta voru þrjú mikilvæg stig eftir erfiðustu byrjun liðs á mínum stjóraferli," sagði Steve Coppell, stjóri Reading eftir leikinn. SammyLee, stjóri Bolton, átti bágt með sig eftir þriðja tap liðsins í þremur fyrstu leikjum tímabilsins.NordicPhotos/getty Mark Noble skoraði sigurmark West Ham úr vítaspyrnu í 1-0 útisigri á Birmingham en það var Craig Bellamy sem fiskaði vítið 20 mínútum fyrir leikslok og sá til þess að Eggert Magnússon og félagar gátu fagnað fyrstu stigum tímabilsins. "Við vorum góðir í seinni hálfleik og hvað vítið varðar þá er þetta þannig staða að stundum fær maður víti og stundum ekki," sagði Alan Curbishley sem kvartaði yfir því að vera skotspónn enskra fjölmiðla þessa daganna og sagði ekkert vandamál vera á milli sín og Bellamy þrátt fyrir fréttir um annað. Wigan er á toppnum eftir að hafa skellt lærisveinum Roy Keane í Sunderland 3-0. Þetta var fyrsta tap Keane sem stjóra í úrvalsdeildinni. „Það var mjög slæmt að missa fyrirliðann okkar í meiðsli fyrir leikinn. Maður reynir að taka með sér jákvæða hluti úr hverjum leik, ég veit ekki hvort þið hafið fundið eitthvað jákvætt hjá okkur í dag því ég á enn eftir að koma auga á það," sagði Keane eftir leikinn. Það gengur ekkert hjá Bolton og liðið tapað þriðja leiknum í röð þegar Heiðar Helguson heimsótti Hermann Hreiðarsson og félaga hjá Portsmouth. Bolton komst í 1-0 annan leikinn í röð en Portsmouth svaraði með tveimur laglegum mörkum það fyrra kom eftir góða varnarvinnu Hermanns sem var í byrjunarliðinu. Heiðar kom inn á sem varamaður í lokin. „Ég er ekki rólegur því það er ekki auðvelt að tapa fyrstu þremur leikjum tímabilsins en það jákvæða er að ég sér framfarir hjá liðinu," sagði Sammy Lee, stjóri Bolton eftir leikinn. Hann fékk stuðning frá Harry Redknapp, stjóra Portsmouth. „Sammy er í mjög erfiðu starfi að taka við af stóra Sam sem vann frábært starf. Litli Sam mun gera það gott um leið og hann nær í fyrstu stigin," sagði Redknapp. Tottenham hristi af sér slyðruorðið svo um munaði með 4-0 sigri á Derby þar sem þrjú markanna komu á fyrsta korteri leiksins, Spurs-liðið hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en nú var ekkert annað en sigur á dagskránni. „Þetta er mikill léttir fyrir alla. Það var hrikalegt að fá ekkert út úr tveimur fyrstu leikjum en mínir menn sýndu að þeir vildu standa sig vel fyrir stuðningsmennina okkar," sagði Martin Jol, stjóri Spurs. Það gekk ekkert upp hjá Fulham í 1-2 tapi fyrir Middlesbrough. Brian McBride fór úr hnélið þegar hann kom liðinu í 1-0, markvörðurinn Tony Warner gaf mark annan leikinn í röð, Hameur Bouazza fór úr axlarlið og þeir fengu síðan ekki jöfnunarmarkið dæmt gilt þótt að boltinn færi yfir línuna.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira