Fyrsti risaslagur tímabilsins á Anfield 19. ágúst 2007 00:01 Stjórarnir Rafel Benitez og Jose Mourinho mætast enn á ný í dag. NordicPhotos/Getty Það fara fram þrír flottir fótboltaleikir í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar á meðal er fyrsti risaslagur tímabilsins þegar Liverpool tekur á móti Chelsea á Anfield. Bæði liðin eru með fullt hús, Chelsea eftir tvo leiki en Liverpool aðeins einn þar sem leik vikunnar var frestað vegn þátttöku liðsins í meistaradeildinni. Liðin teljast vera góðkunningjar eftir 15 leiki á síðustu þremur tímabilum en margir þeirra hafa verið markalitlir og lítil skemmtun. Jose Mourinho hefur lagt áherslu á frjálsari leik sinna manna og Benitez hefur keypt sóknarmenn í röðum þannig að nú vonast menn eftir sóknarleik og mikilli skemmtun í leik dagsins sem hefst klukkan 15.00. „Það er mikilvægt að vinna leik gegn toppliði ekki síst til að senda út ákveðin skilaboð en þetta er bara einn leikur. Ef við ætlum okkur að berjast um titilinn þurfum við ekki að vinna einn leik, við þurfum að vinna marga leiki,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sem er ánægður með að hafa fleiri leikmenn til skiptanna. Chelsea hefur ekki tapað í síðustu 16 leikjum sínum eða síðan þeir heimsóttu Anfield síðast, 20. janúar. Jose Mourinho fagnar því að John Terry sé búinn að ná sér af meiðslunum en á sama tíma hefur hann misst landa sinn Ricardo Carvalho í hnémeiðsli. Það bíða líka margir spenntir eftir nágrannaslagnum í Manchester en það er ekki oft sem City-liðið kemur inn í leik gegn United með fullt hús og fjórum stigum meira en „stóri bróðir“. Sven-Göran Eriksson hefur farið frábærlega af stað með Man. City í sigrum á West Ham og Derby en Man. United á enn eftir að vinna sinn fyrsta leik eftir jafntefli við Íslendingaliðin Reading og Portsmouth. Leikurinn fer fram á Eastlands, heimavelli City, og hefst klukkan 12.30. Síðasti leikur dagsins er á milli Blackburn og Arsenal á Ewood Park en bæði lið hafa byrjað tímabilið vel og unnið alla leiki sína í deild og Evrópukeppni. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Það fara fram þrír flottir fótboltaleikir í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar á meðal er fyrsti risaslagur tímabilsins þegar Liverpool tekur á móti Chelsea á Anfield. Bæði liðin eru með fullt hús, Chelsea eftir tvo leiki en Liverpool aðeins einn þar sem leik vikunnar var frestað vegn þátttöku liðsins í meistaradeildinni. Liðin teljast vera góðkunningjar eftir 15 leiki á síðustu þremur tímabilum en margir þeirra hafa verið markalitlir og lítil skemmtun. Jose Mourinho hefur lagt áherslu á frjálsari leik sinna manna og Benitez hefur keypt sóknarmenn í röðum þannig að nú vonast menn eftir sóknarleik og mikilli skemmtun í leik dagsins sem hefst klukkan 15.00. „Það er mikilvægt að vinna leik gegn toppliði ekki síst til að senda út ákveðin skilaboð en þetta er bara einn leikur. Ef við ætlum okkur að berjast um titilinn þurfum við ekki að vinna einn leik, við þurfum að vinna marga leiki,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sem er ánægður með að hafa fleiri leikmenn til skiptanna. Chelsea hefur ekki tapað í síðustu 16 leikjum sínum eða síðan þeir heimsóttu Anfield síðast, 20. janúar. Jose Mourinho fagnar því að John Terry sé búinn að ná sér af meiðslunum en á sama tíma hefur hann misst landa sinn Ricardo Carvalho í hnémeiðsli. Það bíða líka margir spenntir eftir nágrannaslagnum í Manchester en það er ekki oft sem City-liðið kemur inn í leik gegn United með fullt hús og fjórum stigum meira en „stóri bróðir“. Sven-Göran Eriksson hefur farið frábærlega af stað með Man. City í sigrum á West Ham og Derby en Man. United á enn eftir að vinna sinn fyrsta leik eftir jafntefli við Íslendingaliðin Reading og Portsmouth. Leikurinn fer fram á Eastlands, heimavelli City, og hefst klukkan 12.30. Síðasti leikur dagsins er á milli Blackburn og Arsenal á Ewood Park en bæði lið hafa byrjað tímabilið vel og unnið alla leiki sína í deild og Evrópukeppni.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira