Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju 18. ágúst 2007 04:45 Árás drengsins á leigubílstjóra í apríl síðastliðnum var lífshættuleg MYND/stefán „Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
„Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira