Enski boltinn

Campbell og James valdir

Sol Campbell og David James hafa staðið sig vel með Portsmouth og eru verðlaunaðir með landsliðssæti.
Sol Campbell og David James hafa staðið sig vel með Portsmouth og eru verðlaunaðir með landsliðssæti.

Varnarmaðurinn Sol Campbell og markvörðurinn David James, gömlu kempurnar í liði Portsmouth, voru í gær valdir í enska landsliðið á nýjan leik. Enska liðið mætir því þýska í vináttuleik á miðvikudaginn og hefur Steve McLaren valið stóran hóp, alls 28 leikmenn. Campbell og James hafa ekki komið við sögu hjá enska liðinu frá því að McLaren tók við stjórn þess eftir HM á síðasta ári.

Athygli vekur að McLaren velur Steven Gerrard í hópinn, þrátt fyrir beiðni frá Rafa Benitez, þjálfara Liverpool, um að hlífa honum vegna tábrots. Þá er John Terry í hópnum þrátt fyrir að hafa lítið spilað að undanförnu, sem og David Beckham. Einn nýliði er í hópnum, Steven Taylor hjá Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×