Enski boltinn

Jol fær 100% stuðning frá Levy

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Framtíð Martin Jol, knattspyrnustjóra Tottenham, hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar þess að liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir þó að Jol þurfi ekki að hafa áhyggjur því að hann styðji 100% við bakið á honum.

„Martin hefur minn stuðning," sagði Levy. „Matin hefur einnig sagt við mig að hann sé búinn að helga sig þessu verkefni af 100% hug." Tottenham hefur endað í fimmta sæti deildarinnar síðustu tvö tímabil undir stjórn Jol og Levy vill að liðið bæti sig enn meira. Levy segir þó að Jol muni ekki endilega missa starfið komist Tottenham ekki í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

„Það sem Martin vill og það sem ég vill er að komast í hóp fjögurra efstu liðanna," bætti Levy við. „Ég vona innilega að við náum því og Jol telur sig vera með nægilega góðan leikmannahóp til ná takmarkinu. En auðvitað er ekki allt öruggt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×