Enski boltinn

Hrósar Heiðari í hástert

Heiðar leikur sinn fyrsta leik fyrir Bolton á miðvikudaginn.
Heiðar leikur sinn fyrsta leik fyrir Bolton á miðvikudaginn. nordicphotos/afp

Sammy Lee, stjóri Bolton, hefur keypt fimm menn í sumar, Jlloyd Samuel, Gavin McCann, Danny Guthrie, Mikael Alonso og nú síðast Heiðar Helguson. Hann segist ætla að kaupa fleiri leikmenn í sumar en tekur jafnframt fram að hann muni ekki halda framherjanum Nicolas Anelka hjá félaginu, komi stórlið með tilboð í Frakkann.



Lee er ánægður með að hafa klófest Heiðar. „Ég er mjög hrifinn af Heiðari. Hann er mjög vinnusamur og skilur kröfur úrvalsdeildarinnar. Hann hefur mikla hæfileika og kemur með aukin gæði í sóknina okkar, sem verður lykilatriði fyrir okkur. Ég hef alltaf verið aðdáandi viðhorfs hans til leiksins og færni hans í að skora mikilvæg mörk,“ sagði Lee.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×