Enski boltinn

Markvörður Dortmund í bann fyrir að kalla Asamoah "svart svín"

Weidenfeller segist ekki vera kynþáttahatari þrátt fyrir gróf ummæli sín.
Weidenfeller segist ekki vera kynþáttahatari þrátt fyrir gróf ummæli sín.

Þýska knattspyrnusambandið dæmdi í dag Roman Weidenfeller, markvörð Borussia Dortmund, í þriggja leikja bann fyrir að hafa kallað Gerald Asamoah, leikmann Schalke, "svart svín", þegar lið þeirra tveggja mættust á laugardaginn.

Weidenfeller var þar að auki sektaður um 10 þúsund evrur. Weidenfeller hefur beðist afsökunar á framkomu sinni, en hann segist ekki vera kynþáttahatari.

Þýska knattsðyrnusambandið tók það til greina, þegar það úrskurðaði í málinu að Weidenfeller hefði beðist afsökunar á framkomu sinni, sem og að honum hafði verið ögrað skömmu áður en hann lét ummæli sín falla. Af þeim sökum dró knattspyrnusambandið ekki stig af Dortmund eins og heimilt er að gera í tilfellum eins og þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×