Vilja kláf og veitingahús á Eyrarfjall 8. júlí 2007 09:00 Teikning af kláfnum eins og hann kæmi til með að líta út. Félagarnir telja raunhæft að hann myndi laða að fleiri en 30 þúsund gesti á ári. Tveir ungir Ísfirðingar, Skafti Elíasson og Úlfur Þór Úlfarsson, hafa stofnað fjárfestingafélag með það að markmiði að koma dráttarkláfi upp Eyrarfjall og reisa þar veitingahús. Ísafjarðarbær stendur við Eyrarfjall, sem er um 640 metra hátt. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 450 til 500 milljónir en Skafti og Úlfur er bjartsýnir á að fjárfestingin gefi af sér arð. „Okkur reiknast að við þyrftum um 30 þúsund ferðamenn á ári til að þetta borgi sig," segir Skafti. „Og teljum það raunhæfan möguleika. Hingað koma um 20 þúsund ferðamenn á ári úr skemmtiferðaskipunum einum saman. Fjöldi slíkra siglir líka fram hjá en kæmi líklega í land ef eitthvað þessu líkt væri á boðstólunum." Skafti á steypustöð á Ísafirði en Úlfur rekur verslun. Þeir hafa nú stofnað fjárfestingafélagið Eyrarkláf og gera sér vonir um að safna 250 milljónum króna á næstu tveimur árum. „Við miðum við að ná 50 prósenta eiginfé á næstu tveimur árum. Ef það gerist verður kýlt á þetta, annars fær fólk endurgreitt." Skafti Elíasson. Þeir Úlfur ætla að reyna að safna 250 milljónum króna á tveimur árum. MYND/GVA Hugmyndina segir Skafti upphaflega mega rekja til Hannibals Valdimarssonar ráðherra. „Fyrir um ári var Úlfur að rifja þessa hugmynd hans upp. Þá vildi svo til að ég var nýkominn frá London, þar sem ég fór með kláfi í London Eye og sá hverslags peningavél það er. Þannig að ég lagði til að við réðumst bara í þetta." Eftir að hafa leitað til bæjar- og flugmálayfirvalda og gengið úr skugga um að ekkert væri því til fyrirstöðu að leggja kláf upp fjallið höfðu Skafti og Úlfur samband við tvö fyrirtæki og báðu þau um að gera tilboð. Í vor kom fulltrúi austurríska kláfaframleiðandans Doppelmeyer til Ísafjarðar og gerði úttekt á aðstæðum. Í kjölfarið barst Skafta og Úlfi tilboð og þeir settu fjárfestingafélagið á laggirnar. Skafti játar að þeir hugsi stórt en þó innan marka raunsæis. „Ef við ætlum að græða pening á ferðamennsku verðum við að hafa eitthvað bitastætt til að laða ferðamennina að. Sóknarfærin á Vestfjörðum er mörg. Við getum ekki, þurfum ekki og ættum ekki að stóla eingöngu á fisk." Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tveir ungir Ísfirðingar, Skafti Elíasson og Úlfur Þór Úlfarsson, hafa stofnað fjárfestingafélag með það að markmiði að koma dráttarkláfi upp Eyrarfjall og reisa þar veitingahús. Ísafjarðarbær stendur við Eyrarfjall, sem er um 640 metra hátt. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 450 til 500 milljónir en Skafti og Úlfur er bjartsýnir á að fjárfestingin gefi af sér arð. „Okkur reiknast að við þyrftum um 30 þúsund ferðamenn á ári til að þetta borgi sig," segir Skafti. „Og teljum það raunhæfan möguleika. Hingað koma um 20 þúsund ferðamenn á ári úr skemmtiferðaskipunum einum saman. Fjöldi slíkra siglir líka fram hjá en kæmi líklega í land ef eitthvað þessu líkt væri á boðstólunum." Skafti á steypustöð á Ísafirði en Úlfur rekur verslun. Þeir hafa nú stofnað fjárfestingafélagið Eyrarkláf og gera sér vonir um að safna 250 milljónum króna á næstu tveimur árum. „Við miðum við að ná 50 prósenta eiginfé á næstu tveimur árum. Ef það gerist verður kýlt á þetta, annars fær fólk endurgreitt." Skafti Elíasson. Þeir Úlfur ætla að reyna að safna 250 milljónum króna á tveimur árum. MYND/GVA Hugmyndina segir Skafti upphaflega mega rekja til Hannibals Valdimarssonar ráðherra. „Fyrir um ári var Úlfur að rifja þessa hugmynd hans upp. Þá vildi svo til að ég var nýkominn frá London, þar sem ég fór með kláfi í London Eye og sá hverslags peningavél það er. Þannig að ég lagði til að við réðumst bara í þetta." Eftir að hafa leitað til bæjar- og flugmálayfirvalda og gengið úr skugga um að ekkert væri því til fyrirstöðu að leggja kláf upp fjallið höfðu Skafti og Úlfur samband við tvö fyrirtæki og báðu þau um að gera tilboð. Í vor kom fulltrúi austurríska kláfaframleiðandans Doppelmeyer til Ísafjarðar og gerði úttekt á aðstæðum. Í kjölfarið barst Skafta og Úlfi tilboð og þeir settu fjárfestingafélagið á laggirnar. Skafti játar að þeir hugsi stórt en þó innan marka raunsæis. „Ef við ætlum að græða pening á ferðamennsku verðum við að hafa eitthvað bitastætt til að laða ferðamennina að. Sóknarfærin á Vestfjörðum er mörg. Við getum ekki, þurfum ekki og ættum ekki að stóla eingöngu á fisk."
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira