Enski boltinn

Hafnaði WBA endanlega

Ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá Fulham.
Ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá Fulham. MYND/AFP

Heiðar Helguson ætlar sér ekki að fara til 1. deildarliðs West Bromvich Albion. Fulham hefur komist að samkomulagi við WBA um kaup á Diomansy Kamara þar sem Heiðar var hluti af kaupverðinu. Samningur WBA og Heiðars var það eina sem gat komið í veg fyrir skiptin en svo virðist vera sem ekkert verði úr þeim.

„Ég sagði endanlega nei við þá í gær (fimmtudag) og ég á alls ekki von á því að það breytist,“ sagði Heiðar. „Mér lýst ekki mikið á þetta, þeir eru til dæmis að selja alla sína bestu leikmenn,“ sagði Heiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×