Íslenski boltinn

Sjötta umferðin klárast í kvöld

FH-ingar sækja botnlið KR heim í kvöld í beinni á Sýn klukkan 20
FH-ingar sækja botnlið KR heim í kvöld í beinni á Sýn klukkan 20 MYND/Anton

Í kvöld klárast sjötta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar spilaðir verða fjórir leikir. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og FH í vesturbænum, en þar eigast við liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45.

Þrír leikir eru á dagskrá klukkan 19:15 þar sem Keflvíkingar taka á móti Fram, Fylkir mætir HK og Breiðablik tekur á móti Skagamönnum á Kópavogsvelli.

Í dag var líka dregið í 8-liða úrslit bikarkeppni kvenna og fjórðu umferð bikarkeppni karla. Sannkallaður stórleikur verður á dagskrá í 8-liða úrslitunum hjá konunum þar sem Valur tekur á móti Breiðablik.

Konur, 8-liða úrslit

Breiðablik-Valur

Stjarnan-Fjölnir

Afturelding-Keflavík

Þór/KA-KR

Karlar 4. umferð

Fjarðabyggð-Leiknir F

Dalvík/Reynir-Þór Ak.

Stjarnan-Fjölnir

Haukar-Leiknir R

Þróttur-Grindavík

ÍBV-Reynir Sandgerði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×