Innlent

Aðgerðir til að bæta stöðu barna

Samfylkingin hyggst beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna á Íslandi á næsta kjörtímabili, samkvæmt stefnu sem kynnt var í dag.

Samfylkingin stefnir að hækkun barnabóta og lækkun skerðingar vegna tekna hjá lágtekjufólki. Flokkurinn ætlar meðal annars að beita sér fyrir því að skólabækur verði fríar í framhaldsskólum, tannvernd barna verði ókeypis og niðurgreiðsla ríkisins á tannviðgerðum barna stóraukin. Þá stefnir Samfylkingin á stóraukið samstarf við skóla, sveitarfélög og alla þá sem koma að málefnum barna og ungmenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×