Innlent

Lilja og Steinunn gefa íbúum Hofsóss sundlaug

Oddur Ástráðsson skrifar
Lilja Pálmadóttir
Lilja Pálmadóttir

Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir ætla að gefa íbúum Hofsóss 25 metra langa sundlaug með tilheyrandi aðstöðu. Frá þessu er greint á forsíðu héraðsfréttablaðsins Feykis sem gefið er út á norðurlandi vestra og kom út í dag.

Lilja og Steinunn skrifuðu undir viljayfirlýsingu þessa efnis með Guðmundi Guðlaugssyni sveitarstjóra í gær. Sveitarfélagið mun sjá um rekstur sundlaugarinnar að verkinu loknu. Verið er að vinna að kostnaðaráætlun, að því loknu verður framkvæmdin boðin út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×