Lífið

Keira fær bætur

Leikkonan breska vann mál sem hún höfðaði gegn bresku slúðurblaði.
Leikkonan breska vann mál sem hún höfðaði gegn bresku slúðurblaði.

Leikkonan Keira Knightley hefur unnið skaðabótamál sem hún höfðaði gegn breska slúðurblaðinu The Daily Mail vegna fréttar þar sem gefið var í skyn að hún ætti þátt í dauða nítján ára stúlku sem lést úr átröskun. Jafnframt var því haldið fram að Knightley þjáðist sjálf af átröskun, sem hún hefur þvertekið fyrir.

Knightley fær í sinn hlut tæpar 400 þúsund krónur í skaðabætur. Ætlar hún að gefa peninginn til góðgerðarsamtakanna Beat, sem berjast gegn átröskun og geðsjúkdómum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.