Hver tekur við enska landsliðinu? 22. nóvember 2007 16:42 NordicPhotos/GettyImages Fjöldi stjóra á Englandi og víðar hefur nú verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englands í knattspyrnu. Vísir skoðaði þá sem taldir eru koma til greina, en sumir hafa þegar gert grein fyrir áformum sínum. Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, útilokar að hann muni íhuga að taka við enska landsliðinu þó til hans yrði leitað. Allardyce var inni í myndinni þegar Steve McClaren var ráðinn á sínum tíma. Stóri-Sam er nýbúinn að skrifa undir samning við Newcastle eftir að hafa verið lengi hjá Bolton og ætlar hann að virða þann samning. Fyrr í dag lýsti ítalski þjálfarinn Fabio Capello því yfir í fjölmiðlum í heimalandinu að hann hefið áhuga á starfinu. Capello hefur starfað sem sjónvarpsmaður síðan hann hætti hjá Real Madrid í vor. Hann gerði liðið að spænskum meisturum öllum að óvörum og hefur unnið titla hjá nánast öllum liðum sem hann hefur stýrt á ferlinum. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, hefur einnig verið orðaður við landsliðið. "Allir myndu líklega vilja fá tækifæri til að þjálfa landslið sitt en ég á ekki von á því að leitað verði til mín með svoleiðis. Þetta er kjörið tækifæri fyrir einhvern annan til að vinna með bestu knattspyrnumönnum heims," sagði Redknapp. Þá hefur nafn Steve Coppell hjá Reading einnig verið nefndur til sögunnar, en hann er hógvær eins og Redknapp. "Það þýðir ekkert að ræða þetta málefni, ég er samningsbundinn Reading og ég er mjög sáttur við það," sagði Coppell. Martin O´Neill hjá Aston Villa var líka orðaður við stöðuna í dag og þótti líklegastur til að taka við af McClaren ásamt Jose Mourinho. Hann fór í viðtal hjá knattspyrnusambandinu um leið og McClaren en var hafnað. Jose Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Chelsea en þó breska þjóðin virðist hrifin af því að fá hann til starfa, er ekki víst að hann sjálfur kæri sig um það. Ekki hefur náðst í Mourinho enn sem komið er, en fyrrum ráðgjafi hans tjáði sig um málið í dag. "Það er auðvitað frábært fyrir hann að vera orðaður við enska landsliðið og spurningin er ekki sú hvort hann vill íhuga að starfa með landsliðinu, heldur hvort enska knattspyrnusambandið er hrifið af honum. Umboðsmaður Mourinho hefur ekki verið í neinu sambandi við enska sambandið enn sem komið er og Mourinho hefur aldrei viljað tala um þetta því hann ber virðingu fyrir Steve McClaren." Paul Ince, fyrrum landsliðsmaður Englands, vill að Glenn Hoddle verði aftur fenginn til að taka við landsliðinu. Hoddle hætti með liðið árið 1999 eftir að hafa látið hafa eftir sér að fatlaðir væru fólk sem verið væri að refsa fyrir syndir úr fyrra lífi. "Knattspyrnusambandið þarf að sýna kjark og gleyma fortíðinni. Hoddle er skarpur, klár og tilbúinn í starfið - svo er hann líka enskur. Hann var líka ekki rekinn af ástæðum sem snerta knattspyrnu á sínum tíma. Þetta er ekki mín ákvörðun og ég veit ekki hvort sambandið er sammála mér," sagði Ince. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Fjöldi stjóra á Englandi og víðar hefur nú verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englands í knattspyrnu. Vísir skoðaði þá sem taldir eru koma til greina, en sumir hafa þegar gert grein fyrir áformum sínum. Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, útilokar að hann muni íhuga að taka við enska landsliðinu þó til hans yrði leitað. Allardyce var inni í myndinni þegar Steve McClaren var ráðinn á sínum tíma. Stóri-Sam er nýbúinn að skrifa undir samning við Newcastle eftir að hafa verið lengi hjá Bolton og ætlar hann að virða þann samning. Fyrr í dag lýsti ítalski þjálfarinn Fabio Capello því yfir í fjölmiðlum í heimalandinu að hann hefið áhuga á starfinu. Capello hefur starfað sem sjónvarpsmaður síðan hann hætti hjá Real Madrid í vor. Hann gerði liðið að spænskum meisturum öllum að óvörum og hefur unnið titla hjá nánast öllum liðum sem hann hefur stýrt á ferlinum. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, hefur einnig verið orðaður við landsliðið. "Allir myndu líklega vilja fá tækifæri til að þjálfa landslið sitt en ég á ekki von á því að leitað verði til mín með svoleiðis. Þetta er kjörið tækifæri fyrir einhvern annan til að vinna með bestu knattspyrnumönnum heims," sagði Redknapp. Þá hefur nafn Steve Coppell hjá Reading einnig verið nefndur til sögunnar, en hann er hógvær eins og Redknapp. "Það þýðir ekkert að ræða þetta málefni, ég er samningsbundinn Reading og ég er mjög sáttur við það," sagði Coppell. Martin O´Neill hjá Aston Villa var líka orðaður við stöðuna í dag og þótti líklegastur til að taka við af McClaren ásamt Jose Mourinho. Hann fór í viðtal hjá knattspyrnusambandinu um leið og McClaren en var hafnað. Jose Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti hjá Chelsea en þó breska þjóðin virðist hrifin af því að fá hann til starfa, er ekki víst að hann sjálfur kæri sig um það. Ekki hefur náðst í Mourinho enn sem komið er, en fyrrum ráðgjafi hans tjáði sig um málið í dag. "Það er auðvitað frábært fyrir hann að vera orðaður við enska landsliðið og spurningin er ekki sú hvort hann vill íhuga að starfa með landsliðinu, heldur hvort enska knattspyrnusambandið er hrifið af honum. Umboðsmaður Mourinho hefur ekki verið í neinu sambandi við enska sambandið enn sem komið er og Mourinho hefur aldrei viljað tala um þetta því hann ber virðingu fyrir Steve McClaren." Paul Ince, fyrrum landsliðsmaður Englands, vill að Glenn Hoddle verði aftur fenginn til að taka við landsliðinu. Hoddle hætti með liðið árið 1999 eftir að hafa látið hafa eftir sér að fatlaðir væru fólk sem verið væri að refsa fyrir syndir úr fyrra lífi. "Knattspyrnusambandið þarf að sýna kjark og gleyma fortíðinni. Hoddle er skarpur, klár og tilbúinn í starfið - svo er hann líka enskur. Hann var líka ekki rekinn af ástæðum sem snerta knattspyrnu á sínum tíma. Þetta er ekki mín ákvörðun og ég veit ekki hvort sambandið er sammála mér," sagði Ince.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira