Lífið

Hasselhoff fullur

Strandvörðurinn fyrrverandi er fullur í nýju myndbandi.
Strandvörðurinn fyrrverandi er fullur í nýju myndbandi.

Strandvörðurinn fyrrverandi David Hasselhoff er fullur í nýju myndbandi sem hefur verið sýnt víða í fjölmiðlum vestanhafs. Myndbandið var tekið upp af dætrum hans fyrir þremur mánuðum. Í því sést Hasselhoff liggja á gólfi í herbergi heima hjá sér borðandi hamborgara á meðan dóttir hans skammar hans vegna drykkjunnar.



„Ég er óvirkur alkóhólisti,“ sagði Hasselhoff í yfirlýsingu sinni. „Þrátt fyrir að ég hafi farið í gegnum erfiðan skilnað og að ég hafi ekki séð börnin mín vegna vinnunnar minnar, þá hefur mér gengið vel að glíma við vandamál mitt. Því miður féll ég þetta eina kvöld. Vegna góðs sambands milli mín og dætra minna, sem hafa áhyggjur af mér, tóku þær myndbandið upp til að sýna mér hvernig ég var. Ég hef séð myndbandið og hef lært af því. Ég þakka Guði fyrir að dætrum mínum skuli þykja vænt um mig,“ sagði hann og bætti því við að myndbandið hefði aldrei átt að vera sýnt opinberlega.

Hasselhoff, sem er 54 ára, sótti um skilnað við Pamelu Bach á síðasta ári eftir 16 ára hjónaband. Þau eiga saman dæturnar Taylor-Ann og Hayley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.