Innlent

Borgarstjóra gefinn skjöldur af Íslending

Borgarstjóri Vilhjálmur Vilhjálmsson sótti Reykjanesbæ heim í gær til þess að afhjúpa verk eftir Ásmund Sveinsson sem er gjöf frá Reykjavíkurborg og er nú við Reykjavíkurtorg. Í leiðinni heimsótti hann skipið Íslending og fékk þar sköld af skipinu að gjöf.

Af því tilefni fór borgarstjóri vítt og breitt um bæinn og kynnti sér m.a. Íslending við Stekkjarkot og framtíðarverkefni í tengslum við naust hans og víkingaheima þar sem m.a. verður hægt að líta sýningu um víkinga frá Smithsonian safninu í Bandaríkjunum. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjanesbæjar.

Gunnar Marel skipstjóri og smiður Íslendings fræddi Vilhjálm og aðra gesti um siglingagetu skipsins og siglingasögu víkinganna en að því loknu færði hann Vilhjálmi að gjöf skjöld af Íslendingi sem þakklætisvott við Reykjavíkurborg sem átti stóran þátt í gerð skipsins og siglingu hans til Ameríku um árþúsundamót



Fleiri fréttir

Sjá meira


×