Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir og Svanheiður Lóa Rafnsdóttir skrifa 30. janúar 2024 08:00 Umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hefur tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hefur hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum (upplýsingar frá Lyfjagagnagrunni Landlæknis). Það er þekkt að hormónameðferð gerir gagn hjá þeim konum sem hafa mikil lífsgæðaskerðandi tíðahvarfaeinkenni og einnig er hormónameðferð mikilvæg hjá þeim konum sem fara í snemmbær tíðahvörf og getur þá stuðlað að betri beinheilsu, hjartaheilsu og dregið úr líkum á heilabilun. Hins vegar er vert að staldra við og skoða þessa gríðarlegu vaxandi notkun því hormónameðferð hjá konum með lítil sem engin einkenni gæti valdið sumum konum meiri skaða en gagni. Estrógen og prógesterón eru hormón framleidd í eggjastokkum og byrjar framleiðsla við upphaf tíða og heldur áfram þar til að tíðahvörfum kemur sem er að meðaltali um 50 ára aldur. Vitað er að þessi innri framleiðsla getur haft áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu en konur sem byrja snemma á tíðum eða fara seint í tíðahvörf eru í meiri áhættu á að þróa með sér brjóstakrabbamein og eggjastokkakrabbamein miðað við þær sem hafa styttra tímabil innri hormónaframleiðslu. Því skyldi engan undra að ytri hormónar (þ.e. estrógen og prógesterón gjafir) geta einnig valdið aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Þessu var vel lýst í stórri rannsókn sem nefnist Women´s Health Initiative (WHI) sem birtist fyrst 2002. Í þeirri rannsókn voru konur á aldrinum 50-79 ára settar á estrógen og prógesteron (eða estrógen eitt sér ef þær höfðu farið í legnám) og fylgt eftir að meðaltali í 5-7 ár. Rannsóknin með samsettu estrógen og prógesterón meðferðinni var stöðvuð snemma þegar kom í ljós aukið áhættuhlutfall á brjóstakrabbameini. Hins vegar sýndi estrógen eitt sér (sem eingöngu er hægt að beita hjá konum án legs) fram á verndandi áhrif gegn brjóstakrabbameini. Rannsóknir frá Bretlandi hafa sýnt fram á sams konar áhættuaukningu með samsettri hormónameðferð. Þar sem áhætta á brjóstakrabbameini á lífsleiðinni frá 25-85 ára aldurs er að meðaltali um 14% þá getur verið um verulega aukningu að ræða ef slík áhætta tvöfaldast. Hvað varðar krabbamein í eggjastokkum þá vantar stærri framskyggnar rannsóknir en faraldsfræðirannsóknir benda til vægrar áhættuaukningar við notkun samsettrar hormónameðferðar við 5 ára notkun og helst áhættuaukningin eftir að notkun hormóna er hætt. Áhættan eykst eftir því sem konur eru eldri á meðferðinni. Þó ber að hafa í huga að lífstímaáhætta fyrir eggjastokkakrabbameini hjá konum án þekktra áhættugena er lág eða 1,4-2%. Mikið hefur verið rætt um nýjar tegundir hormóna og hvort minni áhætta fylgi því að gefa hormóna um húð en nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á aukna áhættu á brjóstakrabbameini; það er eingöngu ef estrógen er gefið um leggöng sem ekki hefur verið sýnt fram á aukna brjóstakrabbameinsáhættu. Konur með fyrri sögu um brjóstakrabbamein ættu að forðast hormónameðferð, aðra en staðbundna notkun estrógens í leggöng.Þegar verið er að hefja hormónameðferð þarf að huga að grunnáhættu á krabbameinum í brjóstum og kvenlíffærum. Þá getur bæði verið um að ræða undirliggjandi þekktar meinvaldandi stökkbreytingar í genum eða sterka fjölskyldusögu þar sem slíkt er í flestum tilfellum frábending fyrir meðferð. Einnig ætti ekki að setja konur á hormónameðferð ef þær eru með sögu um blóðtappa, heilablóðfall, lifrarsjúkdóm eða óútskýrðar blæðingar um leggöng. Mikil aukning á notkun testósteróns er einnig umhugsunarverð þar sem fáar rannsóknir hafa skoðað langtímaáhrif testósteróns á konur. Testósterón meðferð getur átt við í völdum tilfellum en við teljum varhugavert að nota slíka meðferð hjá fjölda kvenna án þess að hafa að baki rannsóknir sem sýna a.m.k. ekki fram á skaða af meðferðinni. Aukaverkanir testósterón meðferðar hjá konum geta verið óafturkræfar og eru þar algengastar skallamyndun, óæskilegur hárvöxtur og dýpkun raddar. Af ofangreindu er ljóst að hormónameðferð er flókin meðferð þar sem vega þarf inn marga þætti þegar hefja á meðferð. Lífsgæði vega þungt en við teljum ljóst að ein uppskrift hentar ekki öllum konum og mikilvægt er að upplýst umræða eigi sér stað. Jafnframt að þegar meðferð er hafin sé hugað að því að beita henni í sem stystan tíma, nota eins lága skammta og hægt er og fylgja konum vel eftir. Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningateymis LandspítalaÓlöf K. Bjarnadóttir, krabbameinslæknir LandspítalaSigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir Landspítala, dósent við læknadeild Háskóla ÍslandsSvanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar og brjóstaskurðlækningadeildar Landspítala Heimildir: Rossouw JE, Anderson GL, Prentice RL, et al. Writing Group for the Women’s Health Initiative Investigators. Risks and benefits of estrogen plus progestin in healthy postmenopausal women: principal results from the Women’s Health Initiative randomized controlled trial. JAMA 2002; 288: 321–33. The Women’s Health Initiative Randomized Controlled Trial. Effects of conjugated equine estrogen in postmenopausal women with hysterectomy. JAMA 2004; 291: 1701–12. Beral V et al. Million Women Study Collaborators. Breast cancer and hormone-replacement therapy in the Million Women Study. Lancet. 2003 Aug 9;362(9382):419-27. Collaborative group on hormonal factors in breast cancer. Type and timing of menopausal hormone therapy and breast cancer risk: individual participant meta-analysis of the worldwide epidemiological evidence. Lancet 2019; 394: 1159-68. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hefur tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hefur hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum (upplýsingar frá Lyfjagagnagrunni Landlæknis). Það er þekkt að hormónameðferð gerir gagn hjá þeim konum sem hafa mikil lífsgæðaskerðandi tíðahvarfaeinkenni og einnig er hormónameðferð mikilvæg hjá þeim konum sem fara í snemmbær tíðahvörf og getur þá stuðlað að betri beinheilsu, hjartaheilsu og dregið úr líkum á heilabilun. Hins vegar er vert að staldra við og skoða þessa gríðarlegu vaxandi notkun því hormónameðferð hjá konum með lítil sem engin einkenni gæti valdið sumum konum meiri skaða en gagni. Estrógen og prógesterón eru hormón framleidd í eggjastokkum og byrjar framleiðsla við upphaf tíða og heldur áfram þar til að tíðahvörfum kemur sem er að meðaltali um 50 ára aldur. Vitað er að þessi innri framleiðsla getur haft áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu en konur sem byrja snemma á tíðum eða fara seint í tíðahvörf eru í meiri áhættu á að þróa með sér brjóstakrabbamein og eggjastokkakrabbamein miðað við þær sem hafa styttra tímabil innri hormónaframleiðslu. Því skyldi engan undra að ytri hormónar (þ.e. estrógen og prógesterón gjafir) geta einnig valdið aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Þessu var vel lýst í stórri rannsókn sem nefnist Women´s Health Initiative (WHI) sem birtist fyrst 2002. Í þeirri rannsókn voru konur á aldrinum 50-79 ára settar á estrógen og prógesteron (eða estrógen eitt sér ef þær höfðu farið í legnám) og fylgt eftir að meðaltali í 5-7 ár. Rannsóknin með samsettu estrógen og prógesterón meðferðinni var stöðvuð snemma þegar kom í ljós aukið áhættuhlutfall á brjóstakrabbameini. Hins vegar sýndi estrógen eitt sér (sem eingöngu er hægt að beita hjá konum án legs) fram á verndandi áhrif gegn brjóstakrabbameini. Rannsóknir frá Bretlandi hafa sýnt fram á sams konar áhættuaukningu með samsettri hormónameðferð. Þar sem áhætta á brjóstakrabbameini á lífsleiðinni frá 25-85 ára aldurs er að meðaltali um 14% þá getur verið um verulega aukningu að ræða ef slík áhætta tvöfaldast. Hvað varðar krabbamein í eggjastokkum þá vantar stærri framskyggnar rannsóknir en faraldsfræðirannsóknir benda til vægrar áhættuaukningar við notkun samsettrar hormónameðferðar við 5 ára notkun og helst áhættuaukningin eftir að notkun hormóna er hætt. Áhættan eykst eftir því sem konur eru eldri á meðferðinni. Þó ber að hafa í huga að lífstímaáhætta fyrir eggjastokkakrabbameini hjá konum án þekktra áhættugena er lág eða 1,4-2%. Mikið hefur verið rætt um nýjar tegundir hormóna og hvort minni áhætta fylgi því að gefa hormóna um húð en nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á aukna áhættu á brjóstakrabbameini; það er eingöngu ef estrógen er gefið um leggöng sem ekki hefur verið sýnt fram á aukna brjóstakrabbameinsáhættu. Konur með fyrri sögu um brjóstakrabbamein ættu að forðast hormónameðferð, aðra en staðbundna notkun estrógens í leggöng.Þegar verið er að hefja hormónameðferð þarf að huga að grunnáhættu á krabbameinum í brjóstum og kvenlíffærum. Þá getur bæði verið um að ræða undirliggjandi þekktar meinvaldandi stökkbreytingar í genum eða sterka fjölskyldusögu þar sem slíkt er í flestum tilfellum frábending fyrir meðferð. Einnig ætti ekki að setja konur á hormónameðferð ef þær eru með sögu um blóðtappa, heilablóðfall, lifrarsjúkdóm eða óútskýrðar blæðingar um leggöng. Mikil aukning á notkun testósteróns er einnig umhugsunarverð þar sem fáar rannsóknir hafa skoðað langtímaáhrif testósteróns á konur. Testósterón meðferð getur átt við í völdum tilfellum en við teljum varhugavert að nota slíka meðferð hjá fjölda kvenna án þess að hafa að baki rannsóknir sem sýna a.m.k. ekki fram á skaða af meðferðinni. Aukaverkanir testósterón meðferðar hjá konum geta verið óafturkræfar og eru þar algengastar skallamyndun, óæskilegur hárvöxtur og dýpkun raddar. Af ofangreindu er ljóst að hormónameðferð er flókin meðferð þar sem vega þarf inn marga þætti þegar hefja á meðferð. Lífsgæði vega þungt en við teljum ljóst að ein uppskrift hentar ekki öllum konum og mikilvægt er að upplýst umræða eigi sér stað. Jafnframt að þegar meðferð er hafin sé hugað að því að beita henni í sem stystan tíma, nota eins lága skammta og hægt er og fylgja konum vel eftir. Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningateymis LandspítalaÓlöf K. Bjarnadóttir, krabbameinslæknir LandspítalaSigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir Landspítala, dósent við læknadeild Háskóla ÍslandsSvanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirlæknir Brjóstamiðstöðvar og brjóstaskurðlækningadeildar Landspítala Heimildir: Rossouw JE, Anderson GL, Prentice RL, et al. Writing Group for the Women’s Health Initiative Investigators. Risks and benefits of estrogen plus progestin in healthy postmenopausal women: principal results from the Women’s Health Initiative randomized controlled trial. JAMA 2002; 288: 321–33. The Women’s Health Initiative Randomized Controlled Trial. Effects of conjugated equine estrogen in postmenopausal women with hysterectomy. JAMA 2004; 291: 1701–12. Beral V et al. Million Women Study Collaborators. Breast cancer and hormone-replacement therapy in the Million Women Study. Lancet. 2003 Aug 9;362(9382):419-27. Collaborative group on hormonal factors in breast cancer. Type and timing of menopausal hormone therapy and breast cancer risk: individual participant meta-analysis of the worldwide epidemiological evidence. Lancet 2019; 394: 1159-68.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun