Um afskipti hæstaréttardómara af dómsmálum Sigurður Líndal skrifar 27. mars 2007 05:00 Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun