Simmi & Jói sameinaðir á ný 25. febrúar 2007 08:00 „Já, við hljótum að vera alveg sjálfkjörnir vinnustaðagrínarar. Atvinnumenn í faginu. Það hlýtur að vera," segir Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktur sem Jói í dúettinum Simmi og Jói. Þekktastir eru þeir fyrir að kynna hið íslenska Idol auk þess að hafa verið saman með sjónvarps- og útvarpsþætti. Sigmar Vilhjálmsson hefur nú söðlað um. Hann hefur sagt upp störfum hjá 365 en þar hefur hann sinnt ýmsum störfum, síðast var hann sölustjóri áskriftardeildar. Landsbankinn bauð í Simma sem mun taka við stjórn nýrrar deildar sem sér um vildarkerfi nýrrar kortadeildar. Og hver situr ekki á fleti fyrir í Landsbankanum annar en Jói sem starfar á markaðssviði bankans. „Þetta er magnað og leggst rosalega vel í mig. Heldur betur," segir Jói og harðneitar því að einhver samkeppni muni ríkja þeirra á milli innan bankans, hvorki faglega og né sem helsti djókarinn innan bankans. „Við erum að vinna að ólíkum hlutum innan bankans," segir Jói sem nú liggur fárveikur í flensu heima hjá sér. Og verður því ekki til að taka á móti vini sínum þá er hann kemur til starfa. Af er sem áður var. Í samtali við Fréttablaðið er Simmi allt í einu orðinn mjög gætinn hvaða orð hann velur í samtali við blaðamann. „Sem bankamaður neita ég að svara meiru nema í návist lögfræðings," segir hann eftir að hafa útskýrt hvaða hlutverki hann mun gegna innan bankans. Tiltölulega stuttur aðdragandi er að þessum umskiptum, var ákveðið á föstudaginn og aðspurður harðneitar Simmi að tjá sig um hvort bankinn borgi ekki miklu betur en fjölmiðlafyrirtækið. En samkvæmt heimildum blaðsins var það Landsbankinn sem bauð Simma starfið þannig að gera má ráð fyrir því að hann þiggi betri laun innan bankakerfisins en í auglýsingabauki fyrir sjónvarp - þó enginn svelti þar. „Já, þetta er húmorískt," segir Simmi en þeir Jói hafa starfað saman með hléum nú hátt í tíu ár. „Hann var einmitt að segja við mig starfsmannastjórinn að það yrði líklega skrifað meira um þetta en þegar Fréttablaðið greindi frá því að konur okkar væru nú báðar flugfreyjur." Og það er laukrétt hjá Simma og starfsmannastjóranum. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira
„Já, við hljótum að vera alveg sjálfkjörnir vinnustaðagrínarar. Atvinnumenn í faginu. Það hlýtur að vera," segir Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktur sem Jói í dúettinum Simmi og Jói. Þekktastir eru þeir fyrir að kynna hið íslenska Idol auk þess að hafa verið saman með sjónvarps- og útvarpsþætti. Sigmar Vilhjálmsson hefur nú söðlað um. Hann hefur sagt upp störfum hjá 365 en þar hefur hann sinnt ýmsum störfum, síðast var hann sölustjóri áskriftardeildar. Landsbankinn bauð í Simma sem mun taka við stjórn nýrrar deildar sem sér um vildarkerfi nýrrar kortadeildar. Og hver situr ekki á fleti fyrir í Landsbankanum annar en Jói sem starfar á markaðssviði bankans. „Þetta er magnað og leggst rosalega vel í mig. Heldur betur," segir Jói og harðneitar því að einhver samkeppni muni ríkja þeirra á milli innan bankans, hvorki faglega og né sem helsti djókarinn innan bankans. „Við erum að vinna að ólíkum hlutum innan bankans," segir Jói sem nú liggur fárveikur í flensu heima hjá sér. Og verður því ekki til að taka á móti vini sínum þá er hann kemur til starfa. Af er sem áður var. Í samtali við Fréttablaðið er Simmi allt í einu orðinn mjög gætinn hvaða orð hann velur í samtali við blaðamann. „Sem bankamaður neita ég að svara meiru nema í návist lögfræðings," segir hann eftir að hafa útskýrt hvaða hlutverki hann mun gegna innan bankans. Tiltölulega stuttur aðdragandi er að þessum umskiptum, var ákveðið á föstudaginn og aðspurður harðneitar Simmi að tjá sig um hvort bankinn borgi ekki miklu betur en fjölmiðlafyrirtækið. En samkvæmt heimildum blaðsins var það Landsbankinn sem bauð Simma starfið þannig að gera má ráð fyrir því að hann þiggi betri laun innan bankakerfisins en í auglýsingabauki fyrir sjónvarp - þó enginn svelti þar. „Já, þetta er húmorískt," segir Simmi en þeir Jói hafa starfað saman með hléum nú hátt í tíu ár. „Hann var einmitt að segja við mig starfsmannastjórinn að það yrði líklega skrifað meira um þetta en þegar Fréttablaðið greindi frá því að konur okkar væru nú báðar flugfreyjur." Og það er laukrétt hjá Simma og starfsmannastjóranum.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira