Enski boltinn

Drogba er klár

Drogba verður væntanlega í liði Chelsea á morgun ásamt afmælisbarninu Shevchenko
Drogba verður væntanlega í liði Chelsea á morgun ásamt afmælisbarninu Shevchenko NordicPhotos/GettyImages

Avram Grant hefur nú staðfest að framherjinn Didier Drogba verði klár í slaginn á morgun þegar Cehlsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Drogba hefur ekki spilað síðan hann meiddist í leik gegn Aston Villa í byrjun mánaðarins.

Chelsea veitir ekki af því að fá Drogba til baka eftir að hafa ekki skorað mark eða náð sigri í síðustu þremur leikjum. Liðið verður þó án þeirra Frank Lampard og Ricardo Carvalho á morgun, en þeir eru enn meiddir. Andriy Shevchenko verður væntanlega einnig í liði Chelsea gegn Fulham á morgun, en þá á hann einmitt afmæli.

Chelsea á svo gríðarlega erfiðan útileik gegn Valencia í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×