Enski boltinn

Giggs liggur ekkert á að semja

NordicPhotos/GettyImages

Ryan Giggs segist vongóður um að hann nái að framlengja samning sinn við Manchester United vandræðalaust, en þessi 33 ára gamli leikmaður er í viðræðum um að lengja dvöl sína á Old Trafford upp í 17 ár.

Giggs er samningsbundinn United út leiktíðina, en hann segist ekki finna fyrir pressu þó lítið sé eftir af samningnum. "Ég er ekkert að velta mér upp úr því að ég þurfi að slá í gegn til að fá nýjan samning. Viðræðurnar til þessa hafa alltaf gengið mjög auðveldlega fyrir sig - fyrir utan síðast kannski - en það var samt ekkert stórmál. Ef ég stend mig vel með liðinu, held ég að samningar náist í höfn. Það er næg pressa að komast í liðið hvort sem er," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×