Lífið

Styður við menningarlífið

Lipur með pennann þegar kemur að uppbyggjandi undirskriftum.
Lipur með pennann þegar kemur að uppbyggjandi undirskriftum.

Glitnir banki gerði nýlega tvo samstarfssamninga, annars vegar við Nýlistasafnið og hins vegar við menningarmiðstöðina Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar.

Með samningi sínum við Glitni munu Hafnar-borg og Byggðasafn Hafnarfjarðar geta boðið ókeypis aðgang að sýningum sínum árið 2007.

Jafnframt öðru starfi sínu í þágu menningarmála á landinu starfrækir Glitnir einnig sérstakan menningarsjóð sem ætlað er að styðja við verkefni á sviði menningar og lista, menntunar og vísinda, sem og forvarnarstarfs og líknarmála en markmiðið með starfsemi hans er að efla tengsl fyrirtækjanna við samfélagið og starfsumhverfi þeirra. Menningarsjóðurinn afgreiðir fjölda styrkbeiðna á ári hverju, en það er jafnframt stefna hans að eiga frumkvæði að samstarfi í áhugaverðum verkefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.