Lífið

Metnaðarfull Paris

Fyrirsætan fékk ekki glimrandi dóma fyrir síðustu mynd sína, House of Wax.
Fyrirsætan fékk ekki glimrandi dóma fyrir síðustu mynd sína, House of Wax.

Hótelerfinginn Paris Hilton segist ætla að leggja metnað sinn í leiklist í nánustu framtíð og er sannfærð um að hún eigi eftir að ná langt á þessum vettvangi.

Hilton leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni The Hottie and the Nottie og segist liggja yfir handritinu dag og nótt. „Mér er alvara með leiklistinni og get valið úr kvikmyndum,“ sagði Paris við fréttavefinn contactmusic.com. „Ég get orðið góð leikkona og vil sanna fyrir umheiminum að þetta er eitthvað sem liggur fyrir mér,“ bætti hún við og sagðist líða betur og betur í þessu hlutverki.


Tengdar fréttir

Breyttist í Idi Amin

Leikarinn Forest Whitaker sökkti sér svo djúpt í hlutverk einræðisherrans Idi Amin í kvikmyndinni The Last King of Scotland að eiginkona og börnin hans voru hætt að tala við hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.