Innlent

Vilja ættleiða frá fleiri löndum

Íslenkskrar ættleiðingar
Þeir eru fjölmargir sem bíða þess að ættleiða börn en nú er ljóst að Kínverjar munu herða skilyrði til ættleiðingar.
Íslenkskrar ættleiðingar Þeir eru fjölmargir sem bíða þess að ættleiða börn en nú er ljóst að Kínverjar munu herða skilyrði til ættleiðingar.

Arnheiður Runólfsdóttir er ein þeirra fjölmörgu einhleypra kvenna sem bíða þess að ættleiða barn á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Hún var búin að vera á svokölluðum hliðarlista í á annað ár þegar hún komst loks inn í umsóknarferlið.

Arnheiður furðar sig á því að ekki sé hægt að ættleiða börn frá fleiri löndum en þeim sem Íslensk ættleiðing hefur á sinni könnu og þá sérstaklega frá löndum sem heimila einhleypum að ættleiða börn.

Arnheiði finnst að Íslensk ættleiðing hafi ekki sinnt þörfum einhleypra nægilega vel en hún var 38 ára þegar hún hóf ættleiðingarferlið en er nú 41 árs. Hún eygði von um að geta sent umsókn til Kína um næstu áramót en þær vonir eru nú að engu orðnar þar sem Kínverjar hafa breytt reglum sínum og útiloka einhleypa frá ættleiðingum þarlendra barna frá 1. maí 2007.

Það er skoðun Arnheiðar að ættleiðingarmál eigi að vera á hendi hins opinbera en ekki áhugamannasamtaka. „Önnur leið væri að Ísland hefði sameiginlega skrifstofu með einhverju hinna Norðurlandanna bæði vegna smæðar landsins og einnig vegna þess að hin Norðurlöndin eru í samskiptum við fleiri lönd sem styttir ættleiðingarferlið.“

Ingibjörg Jónsdóttir, formaður ÍÆ, segir að alltaf sé verið að leita leiða til að finna fleiri lönd til að ættleiða börn frá en slíkt taki langan tíma. „Við höldum áfram að reyna að auka möguleikana fyrir umsækjendur okkar og við erum í samvinnu við ættleiðingarfélög á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.