Vill bíl í afmælisgjöf 2. janúar 2007 15:30 Jón Gnarr stendur í ströngu við undirbúning sjónvarpsþáttar og útvarpsþáttarins Tvíhöfða. „Það væri gaman að fá bíl í afmælisgjöf,“ segir Jón Gnarr, en hann á fertugsafmæli í dag. „Bíllinn minn er orðinn gamall og ónýtur, þannig að ef einhver gæfi mér bíl væri það mjög gaman. Ég á samt ekkert von á því. Þegar ég var lítill voru alltaf vörutalningar 2. janúar, svo að ég fékk bara bensínstöðvadót í afmælisgjöf.“ Jón hefur komið víða við á ferli sínum, en hann hefur leikið í leikritum og kvikmyndum, skrifað og leikið í sjónvarpsþáttum, stjórnað útvarpsþáttum og skrifað bækur, svo fátt eitt sé nefnt. Hann telur þó ekki að toppnum sé náð. „Dostojevskí skrifaði nú ekkert af viti fyrir fertugt. Hann var orðinn gamall þegar hann skrifaði Karmazov-bræðurna,“ segir Jón. „En þurfti náttúrulega að vera aðeins í Síberíu í fangabúðum. Að hugsa sér, karlgreyið. Bara af því að hann hafði rangar skoðanir.“ Fyrir jól kom út bók Jóns, Indjáninn, skálduð ævisaga, sem hefur fengið góðar undirtektir. En næst á dagskrá hjá honum eru störf á öðrum vettvangi. „Ég er að vinna að sjónvarpsþáttum sem hvílir mikil leynd yfir og má ekkert segja um,“ segir Jón. „Það verður hringt í mig og ég skammaður ef ég segi eitthvað um þá. Sýningar hefjast líklega í mars.“ Útvarpsþátturinn goðsagnakenndi Tvíhöfði fer á ný í loftið þann 7. janúar á Rás 2, en Jón telur þættina vera eitt það skemmtilegasta sem hann hefur unnið að gegnum tíðina. Þættirnir, sem eru hugarfóstur hans og Sigurjóns Kjartanssonar, verða alla sunnudaga og eru klukkutími að lengd. „Tvíhöfði er bara alltaf eins og við Sigurjón erum og við erum nýir menn, endurnýjumst alltaf. Þetta verður í svipuðum anda og áður, en við höfum minni tími fyrir eitthvað röfl af því að þátturinn er styttri,“ segir Jón. Jón hefur brugðið sér í margra kvikinda líki gegnum tíðina, meðal annars í þáttunum Fóstbræðrum, sem eru endursýndir á Stöð 2. „Mér þótti alltaf vænt um gluggaþvottamanninn í London í Fóstbræðrum og ég hafði voða gaman af vitleysingunum tveimur í bláu göllunum sem við Sigurjón lékum. Þeir voru fallegir og einfaldir. En ég hef nú haft gaman af flestu sem ég hef gert,“ segir Jón. Jólamáltíðin var með óhefðbundnu sniði á heimili Jóns í ár. „Við borðuðum heimatilbúið sushi á aðfangadag. Ég er algjör sushi-snillingur, bjó til alls konar rétti,“ segir Jón. „Börnin sætta sig við þetta, annars fá þau ekkert.“ Aðspurður hversu mörg börn hann eigi segist Jón ekki muna það. „Sjö, eða sex, allavega svakalega mikið.“ Jón býst við að vera heima á afmælisdaginn. „Ef einhver hópur fólks vill fara blysför að húsinu mínu og ég get fengið að koma út á svalir og veifa þá verður það bara að koma á óvart. Ég nenni ekki að taka þátt í skipulagninu á svoleiðis, það væri hallærislegt. Ég get ekki staðið í því að tala við lúðrasveit og svona.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Það væri gaman að fá bíl í afmælisgjöf,“ segir Jón Gnarr, en hann á fertugsafmæli í dag. „Bíllinn minn er orðinn gamall og ónýtur, þannig að ef einhver gæfi mér bíl væri það mjög gaman. Ég á samt ekkert von á því. Þegar ég var lítill voru alltaf vörutalningar 2. janúar, svo að ég fékk bara bensínstöðvadót í afmælisgjöf.“ Jón hefur komið víða við á ferli sínum, en hann hefur leikið í leikritum og kvikmyndum, skrifað og leikið í sjónvarpsþáttum, stjórnað útvarpsþáttum og skrifað bækur, svo fátt eitt sé nefnt. Hann telur þó ekki að toppnum sé náð. „Dostojevskí skrifaði nú ekkert af viti fyrir fertugt. Hann var orðinn gamall þegar hann skrifaði Karmazov-bræðurna,“ segir Jón. „En þurfti náttúrulega að vera aðeins í Síberíu í fangabúðum. Að hugsa sér, karlgreyið. Bara af því að hann hafði rangar skoðanir.“ Fyrir jól kom út bók Jóns, Indjáninn, skálduð ævisaga, sem hefur fengið góðar undirtektir. En næst á dagskrá hjá honum eru störf á öðrum vettvangi. „Ég er að vinna að sjónvarpsþáttum sem hvílir mikil leynd yfir og má ekkert segja um,“ segir Jón. „Það verður hringt í mig og ég skammaður ef ég segi eitthvað um þá. Sýningar hefjast líklega í mars.“ Útvarpsþátturinn goðsagnakenndi Tvíhöfði fer á ný í loftið þann 7. janúar á Rás 2, en Jón telur þættina vera eitt það skemmtilegasta sem hann hefur unnið að gegnum tíðina. Þættirnir, sem eru hugarfóstur hans og Sigurjóns Kjartanssonar, verða alla sunnudaga og eru klukkutími að lengd. „Tvíhöfði er bara alltaf eins og við Sigurjón erum og við erum nýir menn, endurnýjumst alltaf. Þetta verður í svipuðum anda og áður, en við höfum minni tími fyrir eitthvað röfl af því að þátturinn er styttri,“ segir Jón. Jón hefur brugðið sér í margra kvikinda líki gegnum tíðina, meðal annars í þáttunum Fóstbræðrum, sem eru endursýndir á Stöð 2. „Mér þótti alltaf vænt um gluggaþvottamanninn í London í Fóstbræðrum og ég hafði voða gaman af vitleysingunum tveimur í bláu göllunum sem við Sigurjón lékum. Þeir voru fallegir og einfaldir. En ég hef nú haft gaman af flestu sem ég hef gert,“ segir Jón. Jólamáltíðin var með óhefðbundnu sniði á heimili Jóns í ár. „Við borðuðum heimatilbúið sushi á aðfangadag. Ég er algjör sushi-snillingur, bjó til alls konar rétti,“ segir Jón. „Börnin sætta sig við þetta, annars fá þau ekkert.“ Aðspurður hversu mörg börn hann eigi segist Jón ekki muna það. „Sjö, eða sex, allavega svakalega mikið.“ Jón býst við að vera heima á afmælisdaginn. „Ef einhver hópur fólks vill fara blysför að húsinu mínu og ég get fengið að koma út á svalir og veifa þá verður það bara að koma á óvart. Ég nenni ekki að taka þátt í skipulagninu á svoleiðis, það væri hallærislegt. Ég get ekki staðið í því að tala við lúðrasveit og svona.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira