Vill bíl í afmælisgjöf 2. janúar 2007 15:30 Jón Gnarr stendur í ströngu við undirbúning sjónvarpsþáttar og útvarpsþáttarins Tvíhöfða. „Það væri gaman að fá bíl í afmælisgjöf,“ segir Jón Gnarr, en hann á fertugsafmæli í dag. „Bíllinn minn er orðinn gamall og ónýtur, þannig að ef einhver gæfi mér bíl væri það mjög gaman. Ég á samt ekkert von á því. Þegar ég var lítill voru alltaf vörutalningar 2. janúar, svo að ég fékk bara bensínstöðvadót í afmælisgjöf.“ Jón hefur komið víða við á ferli sínum, en hann hefur leikið í leikritum og kvikmyndum, skrifað og leikið í sjónvarpsþáttum, stjórnað útvarpsþáttum og skrifað bækur, svo fátt eitt sé nefnt. Hann telur þó ekki að toppnum sé náð. „Dostojevskí skrifaði nú ekkert af viti fyrir fertugt. Hann var orðinn gamall þegar hann skrifaði Karmazov-bræðurna,“ segir Jón. „En þurfti náttúrulega að vera aðeins í Síberíu í fangabúðum. Að hugsa sér, karlgreyið. Bara af því að hann hafði rangar skoðanir.“ Fyrir jól kom út bók Jóns, Indjáninn, skálduð ævisaga, sem hefur fengið góðar undirtektir. En næst á dagskrá hjá honum eru störf á öðrum vettvangi. „Ég er að vinna að sjónvarpsþáttum sem hvílir mikil leynd yfir og má ekkert segja um,“ segir Jón. „Það verður hringt í mig og ég skammaður ef ég segi eitthvað um þá. Sýningar hefjast líklega í mars.“ Útvarpsþátturinn goðsagnakenndi Tvíhöfði fer á ný í loftið þann 7. janúar á Rás 2, en Jón telur þættina vera eitt það skemmtilegasta sem hann hefur unnið að gegnum tíðina. Þættirnir, sem eru hugarfóstur hans og Sigurjóns Kjartanssonar, verða alla sunnudaga og eru klukkutími að lengd. „Tvíhöfði er bara alltaf eins og við Sigurjón erum og við erum nýir menn, endurnýjumst alltaf. Þetta verður í svipuðum anda og áður, en við höfum minni tími fyrir eitthvað röfl af því að þátturinn er styttri,“ segir Jón. Jón hefur brugðið sér í margra kvikinda líki gegnum tíðina, meðal annars í þáttunum Fóstbræðrum, sem eru endursýndir á Stöð 2. „Mér þótti alltaf vænt um gluggaþvottamanninn í London í Fóstbræðrum og ég hafði voða gaman af vitleysingunum tveimur í bláu göllunum sem við Sigurjón lékum. Þeir voru fallegir og einfaldir. En ég hef nú haft gaman af flestu sem ég hef gert,“ segir Jón. Jólamáltíðin var með óhefðbundnu sniði á heimili Jóns í ár. „Við borðuðum heimatilbúið sushi á aðfangadag. Ég er algjör sushi-snillingur, bjó til alls konar rétti,“ segir Jón. „Börnin sætta sig við þetta, annars fá þau ekkert.“ Aðspurður hversu mörg börn hann eigi segist Jón ekki muna það. „Sjö, eða sex, allavega svakalega mikið.“ Jón býst við að vera heima á afmælisdaginn. „Ef einhver hópur fólks vill fara blysför að húsinu mínu og ég get fengið að koma út á svalir og veifa þá verður það bara að koma á óvart. Ég nenni ekki að taka þátt í skipulagninu á svoleiðis, það væri hallærislegt. Ég get ekki staðið í því að tala við lúðrasveit og svona.“ Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Það væri gaman að fá bíl í afmælisgjöf,“ segir Jón Gnarr, en hann á fertugsafmæli í dag. „Bíllinn minn er orðinn gamall og ónýtur, þannig að ef einhver gæfi mér bíl væri það mjög gaman. Ég á samt ekkert von á því. Þegar ég var lítill voru alltaf vörutalningar 2. janúar, svo að ég fékk bara bensínstöðvadót í afmælisgjöf.“ Jón hefur komið víða við á ferli sínum, en hann hefur leikið í leikritum og kvikmyndum, skrifað og leikið í sjónvarpsþáttum, stjórnað útvarpsþáttum og skrifað bækur, svo fátt eitt sé nefnt. Hann telur þó ekki að toppnum sé náð. „Dostojevskí skrifaði nú ekkert af viti fyrir fertugt. Hann var orðinn gamall þegar hann skrifaði Karmazov-bræðurna,“ segir Jón. „En þurfti náttúrulega að vera aðeins í Síberíu í fangabúðum. Að hugsa sér, karlgreyið. Bara af því að hann hafði rangar skoðanir.“ Fyrir jól kom út bók Jóns, Indjáninn, skálduð ævisaga, sem hefur fengið góðar undirtektir. En næst á dagskrá hjá honum eru störf á öðrum vettvangi. „Ég er að vinna að sjónvarpsþáttum sem hvílir mikil leynd yfir og má ekkert segja um,“ segir Jón. „Það verður hringt í mig og ég skammaður ef ég segi eitthvað um þá. Sýningar hefjast líklega í mars.“ Útvarpsþátturinn goðsagnakenndi Tvíhöfði fer á ný í loftið þann 7. janúar á Rás 2, en Jón telur þættina vera eitt það skemmtilegasta sem hann hefur unnið að gegnum tíðina. Þættirnir, sem eru hugarfóstur hans og Sigurjóns Kjartanssonar, verða alla sunnudaga og eru klukkutími að lengd. „Tvíhöfði er bara alltaf eins og við Sigurjón erum og við erum nýir menn, endurnýjumst alltaf. Þetta verður í svipuðum anda og áður, en við höfum minni tími fyrir eitthvað röfl af því að þátturinn er styttri,“ segir Jón. Jón hefur brugðið sér í margra kvikinda líki gegnum tíðina, meðal annars í þáttunum Fóstbræðrum, sem eru endursýndir á Stöð 2. „Mér þótti alltaf vænt um gluggaþvottamanninn í London í Fóstbræðrum og ég hafði voða gaman af vitleysingunum tveimur í bláu göllunum sem við Sigurjón lékum. Þeir voru fallegir og einfaldir. En ég hef nú haft gaman af flestu sem ég hef gert,“ segir Jón. Jólamáltíðin var með óhefðbundnu sniði á heimili Jóns í ár. „Við borðuðum heimatilbúið sushi á aðfangadag. Ég er algjör sushi-snillingur, bjó til alls konar rétti,“ segir Jón. „Börnin sætta sig við þetta, annars fá þau ekkert.“ Aðspurður hversu mörg börn hann eigi segist Jón ekki muna það. „Sjö, eða sex, allavega svakalega mikið.“ Jón býst við að vera heima á afmælisdaginn. „Ef einhver hópur fólks vill fara blysför að húsinu mínu og ég get fengið að koma út á svalir og veifa þá verður það bara að koma á óvart. Ég nenni ekki að taka þátt í skipulagninu á svoleiðis, það væri hallærislegt. Ég get ekki staðið í því að tala við lúðrasveit og svona.“
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Auður segir skilið við Gímaldið Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira