Vill bíl í afmælisgjöf 2. janúar 2007 15:30 Jón Gnarr stendur í ströngu við undirbúning sjónvarpsþáttar og útvarpsþáttarins Tvíhöfða. „Það væri gaman að fá bíl í afmælisgjöf,“ segir Jón Gnarr, en hann á fertugsafmæli í dag. „Bíllinn minn er orðinn gamall og ónýtur, þannig að ef einhver gæfi mér bíl væri það mjög gaman. Ég á samt ekkert von á því. Þegar ég var lítill voru alltaf vörutalningar 2. janúar, svo að ég fékk bara bensínstöðvadót í afmælisgjöf.“ Jón hefur komið víða við á ferli sínum, en hann hefur leikið í leikritum og kvikmyndum, skrifað og leikið í sjónvarpsþáttum, stjórnað útvarpsþáttum og skrifað bækur, svo fátt eitt sé nefnt. Hann telur þó ekki að toppnum sé náð. „Dostojevskí skrifaði nú ekkert af viti fyrir fertugt. Hann var orðinn gamall þegar hann skrifaði Karmazov-bræðurna,“ segir Jón. „En þurfti náttúrulega að vera aðeins í Síberíu í fangabúðum. Að hugsa sér, karlgreyið. Bara af því að hann hafði rangar skoðanir.“ Fyrir jól kom út bók Jóns, Indjáninn, skálduð ævisaga, sem hefur fengið góðar undirtektir. En næst á dagskrá hjá honum eru störf á öðrum vettvangi. „Ég er að vinna að sjónvarpsþáttum sem hvílir mikil leynd yfir og má ekkert segja um,“ segir Jón. „Það verður hringt í mig og ég skammaður ef ég segi eitthvað um þá. Sýningar hefjast líklega í mars.“ Útvarpsþátturinn goðsagnakenndi Tvíhöfði fer á ný í loftið þann 7. janúar á Rás 2, en Jón telur þættina vera eitt það skemmtilegasta sem hann hefur unnið að gegnum tíðina. Þættirnir, sem eru hugarfóstur hans og Sigurjóns Kjartanssonar, verða alla sunnudaga og eru klukkutími að lengd. „Tvíhöfði er bara alltaf eins og við Sigurjón erum og við erum nýir menn, endurnýjumst alltaf. Þetta verður í svipuðum anda og áður, en við höfum minni tími fyrir eitthvað röfl af því að þátturinn er styttri,“ segir Jón. Jón hefur brugðið sér í margra kvikinda líki gegnum tíðina, meðal annars í þáttunum Fóstbræðrum, sem eru endursýndir á Stöð 2. „Mér þótti alltaf vænt um gluggaþvottamanninn í London í Fóstbræðrum og ég hafði voða gaman af vitleysingunum tveimur í bláu göllunum sem við Sigurjón lékum. Þeir voru fallegir og einfaldir. En ég hef nú haft gaman af flestu sem ég hef gert,“ segir Jón. Jólamáltíðin var með óhefðbundnu sniði á heimili Jóns í ár. „Við borðuðum heimatilbúið sushi á aðfangadag. Ég er algjör sushi-snillingur, bjó til alls konar rétti,“ segir Jón. „Börnin sætta sig við þetta, annars fá þau ekkert.“ Aðspurður hversu mörg börn hann eigi segist Jón ekki muna það. „Sjö, eða sex, allavega svakalega mikið.“ Jón býst við að vera heima á afmælisdaginn. „Ef einhver hópur fólks vill fara blysför að húsinu mínu og ég get fengið að koma út á svalir og veifa þá verður það bara að koma á óvart. Ég nenni ekki að taka þátt í skipulagninu á svoleiðis, það væri hallærislegt. Ég get ekki staðið í því að tala við lúðrasveit og svona.“ Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Það væri gaman að fá bíl í afmælisgjöf,“ segir Jón Gnarr, en hann á fertugsafmæli í dag. „Bíllinn minn er orðinn gamall og ónýtur, þannig að ef einhver gæfi mér bíl væri það mjög gaman. Ég á samt ekkert von á því. Þegar ég var lítill voru alltaf vörutalningar 2. janúar, svo að ég fékk bara bensínstöðvadót í afmælisgjöf.“ Jón hefur komið víða við á ferli sínum, en hann hefur leikið í leikritum og kvikmyndum, skrifað og leikið í sjónvarpsþáttum, stjórnað útvarpsþáttum og skrifað bækur, svo fátt eitt sé nefnt. Hann telur þó ekki að toppnum sé náð. „Dostojevskí skrifaði nú ekkert af viti fyrir fertugt. Hann var orðinn gamall þegar hann skrifaði Karmazov-bræðurna,“ segir Jón. „En þurfti náttúrulega að vera aðeins í Síberíu í fangabúðum. Að hugsa sér, karlgreyið. Bara af því að hann hafði rangar skoðanir.“ Fyrir jól kom út bók Jóns, Indjáninn, skálduð ævisaga, sem hefur fengið góðar undirtektir. En næst á dagskrá hjá honum eru störf á öðrum vettvangi. „Ég er að vinna að sjónvarpsþáttum sem hvílir mikil leynd yfir og má ekkert segja um,“ segir Jón. „Það verður hringt í mig og ég skammaður ef ég segi eitthvað um þá. Sýningar hefjast líklega í mars.“ Útvarpsþátturinn goðsagnakenndi Tvíhöfði fer á ný í loftið þann 7. janúar á Rás 2, en Jón telur þættina vera eitt það skemmtilegasta sem hann hefur unnið að gegnum tíðina. Þættirnir, sem eru hugarfóstur hans og Sigurjóns Kjartanssonar, verða alla sunnudaga og eru klukkutími að lengd. „Tvíhöfði er bara alltaf eins og við Sigurjón erum og við erum nýir menn, endurnýjumst alltaf. Þetta verður í svipuðum anda og áður, en við höfum minni tími fyrir eitthvað röfl af því að þátturinn er styttri,“ segir Jón. Jón hefur brugðið sér í margra kvikinda líki gegnum tíðina, meðal annars í þáttunum Fóstbræðrum, sem eru endursýndir á Stöð 2. „Mér þótti alltaf vænt um gluggaþvottamanninn í London í Fóstbræðrum og ég hafði voða gaman af vitleysingunum tveimur í bláu göllunum sem við Sigurjón lékum. Þeir voru fallegir og einfaldir. En ég hef nú haft gaman af flestu sem ég hef gert,“ segir Jón. Jólamáltíðin var með óhefðbundnu sniði á heimili Jóns í ár. „Við borðuðum heimatilbúið sushi á aðfangadag. Ég er algjör sushi-snillingur, bjó til alls konar rétti,“ segir Jón. „Börnin sætta sig við þetta, annars fá þau ekkert.“ Aðspurður hversu mörg börn hann eigi segist Jón ekki muna það. „Sjö, eða sex, allavega svakalega mikið.“ Jón býst við að vera heima á afmælisdaginn. „Ef einhver hópur fólks vill fara blysför að húsinu mínu og ég get fengið að koma út á svalir og veifa þá verður það bara að koma á óvart. Ég nenni ekki að taka þátt í skipulagninu á svoleiðis, það væri hallærislegt. Ég get ekki staðið í því að tala við lúðrasveit og svona.“
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira