Erlent

Um 280 manns urðu undir þegar bygging hrundi til grunna

Mynd/AP

Að minnsta kosti átta manns fórust og um fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús þegar fimm hæða bygging hrundi til grunna í Nairóbí, höfuðborg Kenía í dag. Um 280 manns voru í húsinu þegar það hrundi en fjölmargir reyndu að koma fólkinu til bjargar og grafa það upp úr rústunum. Ekki er útilokað að einhver einstaklingar séu enn í rústunum og tala látinna eigi eftir að hækka. Fjölmargir verkamenn voru að störfum þegar húsið hrundi en þeir voru að bæta fleiri hæðum við bygginguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×