Erlent

Húsleit í höfuðstöðvum Yamaha Motor

Japanska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum Yamaha Motor í nágrenni Tokyo í morgun. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi verið að selja ólöglegar þyrlur til Kína, fjarstýrðar þyrlur til að nota í hernaðarlegum tilgangi. Þyrlurnar hafa ekki verið samþykktar til sölu af efnahags-, viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Framkvæmdarstjóri Yamaha Motor, Toyoo Otsubo, segir að stjórnendum fyrirtækisins sé ekki kunnugt um að neitt ólöglegt eigi sér stað innan þess. Japönsk yfirvöld líta málið mjög alvarlegum augun en stjórnendur fyrirtækisins geta átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm eða háar fjársektir, ef þeir verða dæmdir sekir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×