Innlent

Óeðlilegur munur á kostnaðaráætlunum

Ægisdyr, samtök um jarðgöng milli lands og eyja, segja óeðlilegt að gífurlegur munur sé á skýrslu sem unnin var fyrir Vegagerðina nú fyrir skömmu og annarri skýrslu sem unnin var fyrir einu og hálfu ári.

Í nýju skýrslunni er kostnaðurinn áætlaður milli 70 og 100 milljarðar en samkvæmt þeirri eldri yrði hann um helmingi lægri, eða rétt um 38 milljarðar. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að í nýju skýrslunni sé reiknað með að jarðborar af dýrustu gerð séu notaðir til verksins, í stað ódýrari tækni sem notuð hefur verið við jarðgangagerð hér á landi. Einnig túlki nýja skýrslan jarðfræðiforsendur framkvæmdarinnar með afar svartsýnum hætti, og á allt annan hátt heldur en eldri skýrslan. Ekki náðist í vegamálastjóra vegna málsins.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2004 er áætlað að jarðgöng mættu kosta 30 milljarða króna án þess að kostnaður ríkissjóðs myndi aukast frá því sem núverandi samgöngur á sjó útheimta. Ljóst er að jarðgöng milli lands og eyja myndu stytta ferðatíma um helming, það tæki rösklega klukkutíma og þrjú kortér að keyra frá Eyjum til Reykjavíkur. Þá eru ótaldir fjármunir sem Vestmannaeyingar myndu spara í ferju- og flugmiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×