Innlent

Sjúkraflug lengist ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Samgönguráðherra tekur í kvöld við undirskriftalista þar sem þess er krafist að tekið verði tillit til öryggishagsmuna landsbyggðarinnar vegna sjúkraflugs, þegar ákveðið verður hvort og þá hvert Reykjavíkurflugvöllur verður færður.

Um 7.500 undirskriftir eru á listanum, og koma þær hvaðanæva að af landinu, þó mest frá þeim stöðum sem þurfa að treysta á sjúkraflug til höfuðborgarinnar. Talsmaður listans, Þorkell Jóhannsson flugmaður, segir flutningstíma sjúklinga muni lengjast talsvert ef flugvöllurinn verður færður, en aksturstími frá Reykjavíkurflugvelli á sjúkrahús er um fimm mínútur núna. Frá Akureyri, þar sem Þorkell starfar við sjúkraflug, er að meðaltali flogið með einn sjúkling á dag til Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×