Innlent

Hvalaskoðunarbátur vélarvana

Skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Reykjavík óskaði eftir aðstoð björgunarskipsins Ásríms. S. Björnssonar undir kvöld í gær, þar sem vél bátsins hafði stöðvast, líklega af olíuleysi, eftir því sem Frétastofan kemst næst. Báturinn var þá rétt innan við Garðskaga.

Björgunarskipið dró bátinn til Reykjavíkur þangað sem komið var á níunda tímanum í gærkvöld. Þokkalegt veður var á svæðinu og því ekki talið að neinn hafi verið í hættu. Ekki liggur fyrir hvort farþegar voru um borð, eða af hverju báturinn varð olíulaus.----






Fleiri fréttir

Sjá meira


×