Bikarmeistari með Bregenz 20. febrúar 2006 08:00 Dagur Sigurðsson Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka." Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Sjá meira
Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka."
Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Sjá meira